þriðjudagur, apríl 05, 2005

Lok, lok og læs

Klukkan er hálffimm um nótt, ég er inni í Odda og kemst ekki út. Afar áhugaverð staða. Það ætla víst einhverjir vaktmenn að hleypa mér út á eftir. Var svo sem alveg búin að búa mig undir að sofa inni í Animuherbergi. Aðeins skemmtilegra, samt, að komast heim að lúlla.

3 ummæli:

Vaka sagði...

Hvernig fórstu að þessu Heiða mín? Þetta hefur mér aldrei tekist.

Magú sagði...

Ég vil nú ekki vera leiðinlegur en það er eitt stykki neyðarútgangur á suðurhlið hússins og þar að auki ef hann klikkar (ljóta ástandið ef það skyldi nú kvikna í) þá kemst maður út í gegnum ruslageymsluna (ekki beint huggulegt en ég tel það betri kost en að lenda í miðri barbeque-veislu ef það skyldi nú kvikna í kofanum).

kv

Heiða María sagði...

Ég veit ekki hvort það var eitthvað að mér eða neyðarútganginum, en ég gat allavega ekki opnað hann :-/