sunnudagur, ágúst 14, 2005

Kjallararottan, taka tvö

Rottan kom aftur í heimsókn til okkar í dag. Kom að henni þar sem hún var að japla á brauði. Ég æpti náttúrulega upp yfir mig, eins og sönnum kvenmanni sæmir, og rottan skokkaði aftur út um gluggann.

Ég er ekki par ánægð með að rottur, pöddur og annað ógeð ætli að gera sig heimankomin í mínum húsum. Ég er alvarlega farin að hugsa um að kalla á meindýraeyði.

3 ummæli:

Vaka sagði...

Hvernig væri að byrja á að setja net fyrir gluggan?

Vaka kjallarabúi

Heiða María sagði...

Jamm, ætlum að gera það.

Vaka sagði...

...því miður kemur það samt ekki í veg fyrir kattahlandslykt :(