mánudagur, ágúst 29, 2005

Ógeðslega, ógeðslega sniðugt

Last.fm er bara vá! svo ég verði nú dálítið gelgjuleg. Maður halar niður viðbót við tónlistarforritið sitt og það sendir upplýsingar um hvað maður hlustar á. Þessi vefsíða heldur utan um allar þessar upplýsingar, kemur með uppástungur að nýjum lögum sem maður gæti fílað og býður upp á sérsmíðað útvarp sem hannað er eftir smekki manns.

2 ummæli:

Rán sagði...

Langaði bara að kvitta fyrir mig, því ég rakst á síðuna fyrir einskæra tilviljun. Leitaði ekki að gestabók þannig að þetta komment hefur ekkert að gera með færsluna.
Allavega gaman að rekast á þig á netinu ;)
kv. Rán.

Heiða María sagði...

Já, hæhæ :) Gaman að heyra í þér.