föstudagur, ágúst 12, 2005

Ánægð með SUS

Nú er ég til tilbreytingar ánægt með Samband ungra sjálfstæðismanna, en það hefur gefið frá sér yfirlýsingu þess efnis að samkynhneigðir skuli njóta sama réttar og gagnkynhneigðir í hvívetna, svo sem að mega fara í tæknifrjóvgun og ættleiða börn.

4 ummæli:

Asdis sagði...
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
Asdis sagði...

Já, aldrei þessu vant þá heyrir maður eitthvað af viti frá sjálfstæðismönnum en það hlaut náttúrulega að vera að það kæmi frá unga liðinu. En mér finnst samt svolítil skítalykt vera af málinu. Hefði þeim t.d. dottið þetta í hug ef Árni félagsmálaráðherra hefði ekki talað um þetta á Gay Pride?

Samsinur sagði...

Ég verð að fá að benda öllum á stórskemmtilegan pistil í Blaðinu fimmtudaginn 11.ágúst 2005.Hún heitir Heinsegin þjóð? og er eftir Jóhann L. Helgason. Ég var næstum búin að frussa AB mjólkinni yfir allt eldhúsborðið af hlátri. En það er nokkuð ljóst að þessi maður er með gamla útgáfu af DSM! Ætti að benda honum á skemmtilegu afhommunar rannsóknina sem ég las hjá henni Gabríelu :)
Sigga
P.s. á úrklippuna ef svo ólíklega vill til að einhver hafi hent Blaðinu, hehehe

Ýmir sagði...

Ja svei mér - Gay Republicans á Íslandi