laugardagur, mars 11, 2006

GRE búið

Gekk illa á GRE. Verr en ég bjóst við, meira að segja... Nema á ritgerðunum, gekk ágætlega þar. En þetta er frekar ömurlegt, eftir allan þennan undirbúning og vesen. Hryllir við að taka þetta aftur ef þess þarf. Veit meira að segja ekki hvort það skipti nokkru máli, aðalvandamálið er nefnilega hraði. Ég get bara ómögulega gert þetta svona hratt. Í stærðfræðihlutanum voru allnokkrar spurningar sem ég náði ekki einu sinni að lesa, hvað þá að reikna. Svo jafnvel þótt ég taki þetta aftur er ekkert sem tryggir að einkunnirnar hækki.

Ég er frekar flatgeðja núna, er ekki beint leið en mjög apathetic bara, langar ekki að gera neitt sérstakt en langar heldur ekki að gera ekki neitt. Finnst þetta allt hafa verið til einskis. Held að ég sé búin að sanna tilgátuna hans Seligmans um lært hjálparleysi.

Eina skemmtilega atvikið í dag var að maður á línuskautum kom upp að mér, bað mig um koss og gaf mér svo rós á meðan félagar hans stórskemmtu sér við að taka myndir af þessu öllu saman. Greinilega verið að steggja.

Ég hef því núna: þreytu, flatt geð, lært hjálparleysi, að öllum líkindum ömurlegar GRE-einkunnir, og rós.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Oh, Heiða... ég held að þú sért ekki einu sinni að ná að blekkja sjálfa þig í þetta skipti. Þú ert manneskjAN sem að segir: Oj, mér gekk hræðilega... og labbaðir grenjandi út úr prófum í MH. Og viti svo menn. Nýtt met slegið. Hæðsta einkunn nokkru sinni náð af nemanda! Þú færð enga samúð... ekki fyrr en ég fæ ljósrituð prófskýrteini upp á 6 eða minna!

-Heiða harða