Lesendur þessarar síðu: Hvað ætlið þið eiginlega að gera? Hverju stefnið þið að í námi og starfi? Ég er bara forvitin.
Næst á dagskrá hjá mér sjálfri er doktorsnám í x (x er enn óþekkt stærð) í BNA haust 2007, og Björn Leví stefnir á masters í tölvunarfræði eða einhverju skyldu fagi, vonandi og væntanlega á svipuðum stað og ég sjálf. Ella Björt ætlar í doktorsnám í taugasálfræði og Olga í verkfræði; báðar fara til BNA í haust.
Aðrir fyrir mér eru sem óskrifað blað, ég veit allavega ekki mikil deili á þeirra framtíðarplönum. Svo endilega uppfræðið mig og aðra.
4 ummæli:
Shit ég veit það ekki.. væri til í að mínusa svona 4 ár frá líftíma mínum.. það er soldið leim að vita ekki ennþá hvað maður vill gera 26 ára gamall :S
ætli ég fari ekki að vinna á McDonalds.. svo auðvelt að vinna sig upp..
Ég stefni á merry, old England haustið 2007, en hef ekki hugmynd um hversu lengi ég myndi vera þar eða hvað ég myndi læra. Ef ég fer til London, þá verður alltaf laust svefnpláss hjá mér fyrir vini og vandamenn :)
Ég er nú að spá í að drekka bara.
mjög gott mjög gott
Skrifa ummæli