laugardagur, mars 04, 2006

Loksins var ég klukkuð!

4 störf sem ég hef unnið um ævina

1. Barnapía (ég var mjög eftirsótt)
2. Umsjónarmaður mjólkurkælis Nóatúns (brrrr)
3. Vaktstjóri í 10-11
4. Símasölumaður (ég entist eina vakt)

4 bíómyndir sem ég get horft á aftur og aftur

1. Lord of the Rings þríleikurinn
2. Contact
3. Mary Poppins
4. Spirited Away (Sen to Chihiro no Kamikakushi)
[Innskot: Ég get eiginlega horft á allar myndir aftur og aftur þar sem ég gleymi þeim alltaf inn á milli, Björn getur vottað það.]

4 staðir sem ég hef búið á

1. Furugrund, Kópavogi
2. Kämnärsvägen, Lundi
3. Básenda, Reykjavík
4. Sogavegi, Reykjavík

4 sjónvarpsþættir sem mér líkar

1. Battlestar Galactica (get ekki beðið eftir næsta þætti!)
2. Lost (pirrandi þættir sem maður týnist samt í)
3. Desperate Housewifes (bíð samt ekki jafn ákaft eftir þeim og hinum)
4. Fraiser (dett af og til inn í hann)

4 síður sem ég skoða daglega

1. Kjallararottur (oft á dag)
2. Vísindavefurinn (náttúrulega)
3. Wikipedia
4. Pósturinn minn (oft á mínútu, ég sver!)

4 staðir sem ég hef heimsótt í fríum

1. Vestmannaeyjar (var í fýlu allan tímann)
2. Hróarskelda (2000 og 2001, mig langar aftur) og Álaborg (pöbbagatan er æði!) í Danmörku
3. London (dýr borg, úff, en sá Chicago á sviði sem var geðveikt) í Englandi
4. Utrecht (vonandi rétt skrifað, skemmtileg háskólaborg með furðulegu spiladósasafni) og Amsterdam (sá tvítóla "gellu" í rauðum glugga, fórum á kynlífssafn, allt fullt af reiðhjólum) í Hollandi

4 matarkyns sem ég held upp á

1. Íslensk kjötsúpa
2. Frönsk kjötsúpa
3. Kjötbollur og kartöflur með brúnni sósu
4. Nautasteik á Argentínu

4 staðir sem ég vildi heldur vera á núna

1. Í heitu freyðibaði með góða bók
2. Með Ellu í Frakklandi, sötrandi rauðvín og borðandi fína, dýra osta
3. Í nuddi
4. Í Hogwarts :D

Ég klukka: Guðnýju, Jóa, Heiðu Dóru og Ellu Björt!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Andskotans djöfulsins!

Heiða Dóra