Rannsókn Kanazawa og Still: Teaching may be hazardous to your marriage er afar áhugaverð fyrir tja konur sérstaklega... ef þær eru að leita sér að maka eða eiga nú þegar maka sem er kennari. Þá eru kennarar í framhaldsskólum og á háskólastigi sérstaklega í áhættuhóp. Þeir kumpánar fundu gamla rannsókn eftir sálfræðing að nafni Douglas Kenrich þar sem hann var að athuga hvort að karlmönnum fyndist kona sín ekki eins áhugaverð eftir að hafa "lesið" Playboy (set gæsalappir því ekki allir karlmenn lesa greinarnar eins og ég, bara skoða myndirnar). Það sem verra er að því meira sem karlmenn sjá af nöktum konum því minna kunna þeir að meta samband sitt við maka sinn.
Kanazawa og Still voru svo flippaðir að þeir ákváðu að athuga hvort þetta reyndist rétt og með því að skoða gagnagrunn sem innihaldur bæði atvinnuheiti og hjúskapastöðu hjá mjög stórum hópi kana, komust þeir að því að karlkyns kennarar "lenda" oftar í skilnaði heldur en aðrir karlmenn í öðrum starfsstéttum. Þetta átti þó eingöngu við karlmenn sem eru umkringdir ungum frjósömum konum, svo að konur sem eiga mann, sem er grunnskólakennari sem kennir yngri bekkjum eða leikskólakennari, geta andað léttar.
4 ummæli:
Þetta ýtir frekari stoðum undir að það að fótósjoppa módel í drasl í öllum fjandans auglýsingum og að sjá alltaf bara fallegt fólk í sjónvarpinu geri venjulegar manneskjur óánægðar með sjálfa sig og aðra.
Ekki gott mál.
Já, verst að það er ekki komin mettun á þetta fótósjopp bjútí dæmi. Ég hlakka til ef það gerist og við förum að sjá pínu skakkar tennur, smá hreyfanlegt hold, freknur, mislita húð og hrukkur. Annars erum við alltaf að þessu mannfólkið..búum okkur til ímyndir sem enginn stenst samanburð við (sbr. Jesús heitinn) og erum svo full af skömm yfir að vera aldrei nógu góð.
Þessi rannsókn varpar líka ágætu ljósi á hversu mikilvæg ráðandi áreiti í umhverfinu eru og hvaða áhrif þau hafa á hegðun.
Ég er samt ekki alveg nógu sátt við að kennarar í efri stigum menntunar eigi að vera líklegri til þess að skilja. Eiga þeir ekki að vera nógu gáfaðir til þess að "vita" að konur koma alla jafna með fæðingarbletti, ör og fleiri líkamleg einkenni?
Lilja..það er ekki á það treystandi ;);)
Skrifa ummæli