miðvikudagur, desember 06, 2006

Já, þannig

Jæja, félagar.

Nú er svo komið að ég er að hugleiða nám í þróunarlegri sálfræði, og hafa þónokkrir mælt með því að ég sé mjög gagnrýnin á það sem ég er að fara að lesa. Í framhaldi af því datt mér í hug að spyrja ykkur Kjallararotturnar hvort það séu einhverjar bækur eða greinar sem hjálpuðu til við að þróa þennan eiginleika (þ.e. gagnrýna hugsun) hjá ykkur.

Koma svo með hugmyndir.

11 ummæli:

Heiða María sagði...

Kannski bókin "Ertu viss?" sem Sigurður J. Grétars þýddi einhvern tíma. Ég hef reyndar ekki lesið hana. Svo gætu bækurnar sem eru núna kenndar í skýringum á hegðun verið sneddí, sjá boksala.is.

Árni Gunnar sagði...

Ertu viss er ágæt, en hún er bara alveg eins og allar aðrar bækur fyrir byrjendur. Mikil áhersla á tölfræðilegan misskilning og þriðju breytuna o.s.frv.

Ég er ánægður með þessa spurningu frá Lilju, því mig hefur lengi langað til að eignast t.d. bók sem fjallar sérstaklega um rökfræði í samhengi við kenningasmíði og/eða rannsóknarsnið.

Jón Grétar sagði...

Má ég spyrja bara hvort þú átt við það sem SJG kallar þróunarfræðilega sálfræði (evolutionary psychology) eða þróunarsálfræði (developmental psychology)?

Ég mæli líka með bókum/greinum sem kenndar eru í skýringunum og vill bæta við Perranum. Mikið af greinunum þar, sérstaklega um Freud og Rogers, eru gullmolar sem kenna manni margt um gagnrýna hugsun. Greinar Dawkins um trúarbrögð eru líka góðar og nýjasta bókin hans, The God Delusion er hreint afbragð. Þar flettir hann ofan af mikið af rökvillum trúarbragða. Kannski ekki það sem þú ert að fara í, en gagnrýni hans er gott template til að fara eftir.

Annars held ég að ég lumi kannski á einhverjum greinum sem gætu hjálpað. Sendu mér bara mail og ég skal rýna ofan í skjalaskápinn minn og sjá hvað ég finn :)

Lilja sagði...

Þetta heitir evolutionary psychology á ensku. Mér er sagt að það sé enn miklar deilur um þetta fag, og því þarf að vera mjög gagnrýnin á allar rannsóknir (sem útskýrir skyndilegan áhuga á gagnrýnni hugsun) en ég gæti alveg hugsað mér að eyða nokkrum árum í að velta fyrir mér þróunarfræðilegri sögu hegðunar.

Takk fyrir ábendingarnar, ég myndi alveg þiggja greinarnar, en hef því miður ekki tölvupóstfangið þitt, Jón Grétar. Þú getur hins vegar sent mér þær á liljak17@hotmail.com

Nafnlaus sagði...

Ég mæli með Cosmopolitan! Blað fyrir vandláta feminista

Gestur

Nafnlaus sagði...

Í heimspekiskor er kennt námskeið um gagnrýna hugsun... kannski er þarna eitthvað sem gæti gagnast þér: http://www.hi.is/~erljon/aaetlungagnrv02.html

Árni Gunnar sagði...

Úr því að heimspekiskor ber á góma langar mig að spyrja hvort einhver hafi reynslu af eftirfarandi námskeiðum.

05.99.47 Hugur, mál og hugfræði (5e)

05.99.18 Aðferðafræði og heimspeki vísinda (5e)

05.35.26 Rökfræði og gagnrýnin hugsun (2,5e)

Mér finnst úrvalið í heimspekinni bara nokkuð júsí af námskeiðslýsingum að dæma, en nenni varla að bæta þessum námskeiðum við mig ef þetta er eitthvað drasl.

baldur sagði...

Hugur mál og hugfræði hringir einhverjum bjöllum. Var það ekki intensive kúrsinn á ensku með fullt af útlenskum fyrirlesurum? Mig minnir að Ólafur Páll hafi borið ábyrgð á þessu námskeið fyrir tveim þrem árum. Sá kúrs var mjög rökgreiningarheimspekilegur og ekki beint mikil sálfræði í okkar venjulega skilningi, þótt nafnið gefi það kannski til kynna. Ég satt einn tíma þar sem fjallað var mest um Frege. Ég hef haldið að ég skeri mig svolítið úr okkar hópi með því að hafa mikinn áhuga á þessu þannig að ég veit ekki hvort það hafi mikla merkingu þó ég mæli með þessu. Annars mæli ég alveg með nýaldarheimspekinni og ef þú hefur áhuga á rökgreiningu, Kripke, Quine, Frege og Russel og fleiri, þá mæli ég líka með frumspekinni.

Árni Gunnar sagði...

Þakka þér fyrir Baldur. Þú ert ekki meiri úr-skurður en svo að ég hef fengið leyfi frá báðum deildum til að taka þessi námskeið. Hver veit nema hin meðmælin verði tekin til greina þegar fram í sækir, enda hef ég ákveðið að fresta BA-verkefninu fyrir fleiri kúrsa og því aðeins skrefi litlu skrefi frá eilífðarstúdentsstimplinum.

Árni Gunnar sagði...

[...]litlu skrefi litlu[...]?? Hvað myndum við kalla þetta? typological duplographia?

Árni Gunnar sagði...

Vá, leiðréttingin var ekki einu sinni rétt...