þriðjudagur, mars 29, 2005

Painfully true

Áhyggjufulla móðir mín


Nú er mamma farin að hafa áhyggjur af nördaskap mínum, því hún las einhvers staðar að of mikið stress og lestur geti valdið heilaskaða sem aftur leiði til minnistaps. Prófessorar verða sem sagt í alvörunni prófessorslegir. Ég held að þetta sé rétt hjá henni, ég er nokkuð minnislaus á stundum. Ætti að tékka á mér hippocampusinn. Þetta getur samt komið sér vel, sérstaklega þegar maður leigir sér spólur. Ég man aldrei eftir myndum svo ég get séð þær aftur og aftur og aftur og alltaf koma þær mér á óvart. Ég er alveg eins og gullfiskurinn sem syndir um í búrinu sínu og finnst alltaf svo skemmtilegt að sjá nýjan og nýjan kastala (þeir eru svo fallegir). Blúbb, blúbb, blúbb.

mánudagur, mars 28, 2005

Rökvillur í vísindaskrifum

Hér.

The rat may be conditioned to press the lever...

Það er alltaf verið að reyna að berja það inn í hausinn á okkur að maður skilyrði ekki lífverur heldur hegðun, en svo er það sjálfur aðalmaðurinn í bransanum, enginn annar en B.F. Skinner, sem segir þetta sjálfur! Þetta er orðrétt tekið upp út grein eftir hann sem finna má hér.

mánudagur, mars 21, 2005

Heiða María áskrifandi

Ég ákvað að gerast áskrifandi að Scientific American, því þetta er skemmtilegt en nokkuð áreiðanlegt pop-science blað + þetta kostar skít og kanil. Dollarinn er svo lágur núna að ég þurfti ekki að borga nema 2600 kr. fyrir 12 mánaða áskrift (blaðið kemur út einu sinni í mánuði).

laugardagur, mars 19, 2005

Ég vildi að ég hefði vitað af þessu námskeiði

Af hverju eru námskeið í öðrum skorum sem gætu gagnast sálfræðinemum ekki auglýst? Er enginn samgangur á milli deilda? Hér er allavega námskeið í vísindasögu sem ég hefði viljað taka.

fimmtudagur, mars 17, 2005

miðvikudagur, mars 16, 2005

Creatures

Þetta er leikurinn sem var eitt af því sem réð úrslitum í því að ég ákvað að leggja fyrir mig sálfræði. Leikurinn snýst um litlar verur með gervigreind. Ég var alveg húkkt í þá gömlu góðu...

Fyrirtækið á bak við Creatures hefur ekki bara hannað leiki, heldur hefur það meðal annars þróað herflugvélar sem stjórnað er af gervitauganetum.

Hér er svo viðtal við gaurinn á bak við þetta.

Samskynjun

Ramachandran og félagar tjá sig í Scientific American.

sunnudagur, mars 13, 2005

Heilkenni Lísu í Undralandi

Fólk með þetta heilkenni sér hluti eins og þeir séu minni en þeir eru í raun og veru, alveg eins og Lísa þegar hún stækkað eftir að hafa étið ýmsar kökur eða drukkið drykki.

Árshátíð og fl.

Hellú, og takk fyrir síðast. Brilliant kvöld!!!!! ;)
Nei Heiða ég ætla ekki að svara fyrir þetta, ekki frekar en við færum að svara einhverjum svona vitleysing fyrir að vera að drulla yfir sálfræðina og vera bara að nota skít frá Freud og Jung og fleiri pappakössum ;). Þessi snillingur hefði frekar átt að lesa orðskviðina þar sem heimskingjanum er ráðlagt að þegja því þannig geti hann allavega virst vera vitur..... ;)
En allavega þá er ég að drepast í hnéinu eftir einhver vel valin spor á dansgólfinu og var þar að auki ofur productifur í heimaprófinu mínu í gær!!! uhhh :/ :)
kv binni

P.s. Andri ég heyrði bara að malibu í kók pikkuplínan hjá þér hafi bara virkað? hehe ;)

Við eigum systur

Ég held að við séum óskilgetin börn föður þeirra. Hér er síðan þeirra. Ég birti svo að gamni ljóð af síðunni þeirra.


viðnám við slokknun


tíminn sem tekur
hegðun að komast
á operant
level

eftir að slokknun
hefst
og slokknunartoppar
sem koma fram
á tíma
bilinu

Árshátíð Animu 2005


Oh, hvað við erum sæt!

Ibbi, Kobbi og Jobbi (lásuð þið ekki annars Lukku-Láka?)

Nýjasta sálfræðiparið + Helgi Þór

Við auglýsum Colgate.

fimmtudagur, mars 10, 2005

Hvað stendur í Biblíunni?

Rakst á ansi skemmtilegan pistil á Vantrú.net. Binni, þú mátt alveg reyna að svara fyrir þetta. ;-)

Fyrirlestur: Minningar Aristótelesar

Hvernig taldi Aristóteles að minnið virki? Eiríkur Smári Sigurðsson, sérfræðingur í fornaldarheimspeki, heldur erindi föstudaginn 11. mars kl. 12:15 í stofu 201 í Árnagarði.

miðvikudagur, mars 09, 2005

A priori sannindi

Mér var hugsað til Magnúsar Kristjánssonar þegar ég las þetta:

That is, even when the saliency effects were masked, all subjects detected the target faster than they identified it.

Ef þetta er ekki rökfræðilega satt, þá veit ég ekki hvað þetta er. En þetta voru þeir að raunprófa...

mánudagur, mars 07, 2005

Eru líffræðingar haldnir eðlisfræðiöfund?

Það er greinilegt að það eru ekki bara sálfræðingar sem eru sakaðir um að vera haldnir eðlisfræðiöfund. Hér dissar líffræðingur eðlisfræðinga á frekar skondinn hátt. Í greininni segir meðal annars:

In one such experiment, we considered the possibility of accelerating two rats to relativistic velocity, and smashing them together and counting the rat particles that would be emitted. For a time, there appeared to be the exciting possibility of discovering a new elementary particle, which would be found only in living matter, and which could tie the field of quantum mechanics with the emerging biological science of consciousness. However, with the help of the formidable mathematical skills of another physicist friend, we were able to estimate that the number of rat particles emitted would probably be too large to count [1], even if we put all our NIH postdocs on the problem. In fact, it would be too many even if our Howard Hughes fellows and all of our Summer Students pitched in and contributed their formidable math skills as well to the project. Thus, the elusive consciousness particle would have been impossible to detect.

Frá vinstri: Kjartan, Sigga, ósýnilegi bleiki einhyrningurinn og Andri Fannar

Og fyrst hann Dennett nefndi Guð...

þá ætla ég að birta smá klausu sem ég fékk á Wikipediu:

Ósýnilegi bleiki einhyrningurinn er gyðja í formi einhyrnings sem bæði er ósýnileg og bleik. Elstu gögn um goð þetta er hægt að rekja aftur til alt.atheism fréttahópsins á Usenet. Svo vitnað sé í spurt og svarað hluta alt.atheism:

Eins og flestar gyðjur er hún ósýnileg, og afar hæpið að hún sé til. Samt sem áður er deilt hart um litaraft hennar, lögun og stærð, auk annarra eiginleika tilvistarleysis hennar. Hún skelfur af reiði gagnvart eingyðistrúarmönnum, og treður þá að sögn undir heilögum hófum sínum.

Trúaðir segja að líkt og í öðrum trúarbrögðum sé trúin á Ósýnilega bleika einhyrninginn byggð á vísindum og trú. Vísindum þar sem „hún hljóti að vera ósýnileg, þar sem við sjáum hana ekki“ og trú þar sem „við vitum í hjarta okkar að Ósýnilegi bleiki einhyrningurinn er til“. Þessum rökum er ætlað að vera skopstæling á guðfræðilegum rökum sem liggja að baki margra annarra trúarbragða.

Hugmyndin er að þar sem Einhyrningurinn er ósýnileg er ógerlegt að sanna að hún sé ekki til og ef engin leið er að sanna tilvist hennar, hvernig vitum við þá að hún er bleik og með eitt horn?

Hugmyndin um bleika einhyrninginn gerir einnig at í mótsögnum innan ýmissa trúarbragða. Ekkert getur bæði verið ósýnilegt og haft ákveðinn lit á sama tíma, og má bera það saman við hugmyndir um alvitran eða almáttugan guð, hugmyndir sem hafa verið gagnrýndar fyrir að vera í mótsögn við sjálfar sig. Auk þess hafa gagnrýnendur trúarbragða leitað uppi og fundið kafla í Biblíunni eða Kóraninum sem þeir telja vera í mótsögn við aðra kafla í sömu ritum.

Nafn Ósýnilega bleika einhyrningsins er oft skrifað framan við setningar líkt og „Blessaðir séu heilagir hófar hennar“, „Friður sé með henni“, „Megi skuggi aldrei falla á hófa hennar“, „Dýrð sé bleiku faxi hennar“ o.s.frv. Þessum setningum er ætlað að draga dár að blessunum múslima þegar þeir tala um Múhammeð, spámann sinn.

Tilvitnun dagsins

"When we replace the traditional idea of God the creator with the idea of the process of natural selection doing the creating, the creation is as wonderful as it ever was. All that great design work had to be done. It just wasn't done by an individual, it was done by this huge process, distributed over billions of years."

Daniel Dennett

sunnudagur, mars 06, 2005

Tilvitnun dagsins

The real question is not whether machines think but whether men do. The mystery which surrounds a thinking machine already surrounds a thinking man.

B. F. Skinner (1969). Contingencies of Reinforcement: A Theoretical Analysis.

laugardagur, mars 05, 2005

Vísindasaga

Þeir sem hafa gaman að vísindasögu hafa örugglega áhuga á að kíkja á þetta.

fimmtudagur, mars 03, 2005