mánudagur, mars 28, 2005

The rat may be conditioned to press the lever...

Það er alltaf verið að reyna að berja það inn í hausinn á okkur að maður skilyrði ekki lífverur heldur hegðun, en svo er það sjálfur aðalmaðurinn í bransanum, enginn annar en B.F. Skinner, sem segir þetta sjálfur! Þetta er orðrétt tekið upp út grein eftir hann sem finna má hér.

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hm, ég myndi segja að lífverur eru skilyrtar, þ.e., þeim er kennt, þær mótast, eða þær læra af þeirri reynslu sem þær verða fyrir með samskipti sín við umhverfið, þær læra, þær skilyrðast, þeim er kennt. Aftur á móti eykst sum hegðun og önnur ekki, því hún styrkist eða ekki. Ertu ekki rugla skilyrðing við styrkingu?

Móðir í Breiðholti

Heiða María sagði...

Má vera móðir í Breiðholti... Velkomin í (fámennan) lesendahóp okkar (aumu) kjallararottanna. Nema að þetta sé Andri Fannar á fjórða bjór.

Nafnlaus sagði...

já, takk fyrir að bjóða mér velkomin. Andri Fannar á fjórða bjór? nei, er hann ekki farinn að drekka görótta kvennadrykki í kók? mér skildist það....

Heiða María sagði...

Jú, hann er soddan kelling, ahahaha... ;-)

Nafnlaus sagði...

Þetta er klárlega category mistake hjá ykkur. Rottan skilyrðir hugsanir tilraunamannsins og ég drekk malibú í DIET coke (vitið hvað eru margar kaloríur í hinu, halló!)

Nafnlaus sagði...

Þú meinar Coca Cola LIGHT, er það ekki? Jú, hlýtur að vera að meina það...

Móðirin

Nafnlaus sagði...

Ég veit ekki hvaða málhegðun þessi móðir í breiðholti er alltaf að sýna.
Er þetta tact eða mand?

Og það er ekki það sem er á utan kókinu (coca cola light eða diet coke) sem skiptir máli, heldur innra kókið.

Nafnlaus sagði...

já, þú meinar bragðið á kókinu? er það ekki innra? hvað segja skynjunarfræðingar?

Nafnlaus sagði...

já, þú meinar bragðið á kókinu? er það ekki innra? hvað segja skynjunarfræðingar?