fimmtudagur, mars 10, 2005

Fyrirlestur: Minningar Aristótelesar

Hvernig taldi Aristóteles að minnið virki? Eiríkur Smári Sigurðsson, sérfræðingur í fornaldarheimspeki, heldur erindi föstudaginn 11. mars kl. 12:15 í stofu 201 í Árnagarði.

5 ummæli:

Vaka sagði...

Heiða mín farðu frekar að sofa á nóttinni...

Heiða María sagði...

Puh! Hver þarf svefn? Æi, ég skal reyndar alveg viðurkenna að ég er drulluþreytt.

Borgþór sagði...

Þarna skaustu þig þokkalega í fótinn Vaka mín.. farðu bara sjálf að sofa ;)

Vaka sagði...

Boggi minn það er a priori þekking að ég á ekkert líf, en lífleysi mitt takmarkast við Odda svo ég hef áhyggjur þegar fólk leitar þeirra leiðinda sem Árnagarður býður upp á líka.

Nafnlaus sagði...

Rétt - djöfull tókstu þetta vaka!

Og hverjum er ekki sama hvað e-r löngu dauður grikki sagði um "minni" - það er honum að kenna að fólk er enn að leita að því - þegar við vitum að það er bara hegðun og heili.

andri