mánudagur, desember 12, 2005

PDI á skjá einum

Já ný þáttaröð er í vinnslu.. Psychological disorder investigation.. Ég og Baldur sem erum bæði executive producers og leikarar í þáttunum erum að fara selja réttinn til skjá eins eða NBC.. erum ekki búnir að ákveða það ennþá...
En þessi þáttur á að verða mjög vinsæll enda erum við með formúlu sem getur ekki klikkað!! Við tökum allt svona "inn í líkama" dæmi úr CSI og yfirfærum það á okkar þátt, nema í stað þess að sjá byssukúlu þeytast í gegnum hold, bein og blóð sjáum við Inn í sálina!! mjög töff!
Baldur mun leika aðalhlutverkið.. og eins og í öllum svona þáttum er aðalgaurinn alvitur og bestur! en alltaf með einhvern galla til að vega upp á mótu (House í House er haltur, Grissom í CSI er heyrnarlaus og John doe er minnislaus og litblindur en veit samt allt!)Við erum reyndar ekki ennþá komnir með galla handa Baldri en það voru uppi hugmyndir um þráláta klósettsetusleikihegðun... henni var ekki mikið fagnað!

Til þess að fá meira áhorf ætlum við að sjálfsögðu að blanda inn í þessa uppskrift, öllum steriotypum og jú bæta inn í uppskriftinni að góðum grínþætti.. því á Baldur að vera mjög feitur og viðbjóðslegur en eiga litla sæta eiginkonu sem Vaka hefur verið fengin til að leika...

Núna erum við með áhorf upp á 70-80 % en til að loka hringnum er spurning um að leyfa fólki kjósa út persónur og eða hafa singstar eða Idol í lok hvers þáttar.. með þessu fáum við alla heimsins bjána til að glápa á líka.. þannig að við erum með pottþétta money making machine.. hverjum langar að fjárfesta??

8 ummæli:

Sigga sagði...

hvern langar að fjárfesta...
Ég skal setja aleigu mína í þáttinn með því skilyrði að ég fái að leika pæju sem er einstaklega næm fyrir tilfinningum annara og líka klár að lemja og sparka. Er jafnvel hægt að gera það ofurnáttúrulegt eins og í Charmed og ná þannig til þess hóps líka....

Borgþór sagði...

verðru að fyrirgefa mína talhegðún...

En jú það er spurning um að setja eitthvað ofurnáttúrulegt (yfirnáttúrulegt) .. spurning hvar þú vilt flokka sálina ;) hehe

En já.. þú getur fengið að vera pæja sem er einstaklega næm fyrir tilfinningum annara og líka klár að lemja og sparka og getur spúið eldi.. og í staðinn fáum við hvað... 345 krónur og hálfa pastadós úr hagkaup :P

Nafnlaus sagði...

Að sjálfssögðu til þess að fullkomna formúluna þarf að hafa einhvern úr minnihlutahóp í þáttunum, það er alltaf einn þannig til að hafa þetta p.c...
Örninn fékk e-r evrópsk sjónvarpsverðlaun þannig að það er kannski spurning um að hafa karakterinn hans Baldurs hálf-íslenskan, svona til þess að reyna að ná vel inn á N-Evrópu markaðinn.

Heiða María sagði...

Það er sagt að þroskasálfræðingar hafi búið til Teletubbies, og sjáið hvað það var huge hit. Þetta verður HUUUGE!

Nafnlaus sagði...

Uh, aðalmaðurinn á að vera feitur og viðbjóðslegur en þið eigið ennþá eftir að finna einhvern galla handa honum?

Borgþór sagði...

Ekkert að því að vera feitur og ógeðslegur..

Lilja sagði...

Hehehe, eitthvað segir mér að þið þjáist af algjörum próflestursleiða! En ég skal vera með og setja allan minn pening í þetta verkefni, svo lengi sem ég fæ að sjá um öll almannatengsl og auglýsingar fyrir prógrammið!

Nafnlaus sagði...

Hvaða hlutverk fæ ég í þessari þáttaröð??..Ekki séns að þið fáið að skilja mig útundan í frægðinni sko...