þriðjudagur, maí 08, 2007

Veistu ekki hvað þú átt að kjósa?

Stutt könnun

http://xhvad.bifrost.is/

Ég fékk að skoðanir mínar væru í mestu samræmi við Vinstri Græna, sem er niðurstaða sem ég bjóst ekki við. Hvað segið þið hin?

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég fékk hæst 40% hjá náttúrulækningafélaginu/Íslandshreyfingunni.

Nafnlaus sagði...

Stuðningur við Sjálfstæðisflokk: 12.5%
Stuðningur við Framsóknarflokk: 40%
Stuðningur við Samfylkinguna: 50%
Stuðningur við Vinstri-Græna: 31.25%
Stuðningur við Frjálslynda flokkinn: 29%
Stuðningur við Íslandshreyfinguna: 60%

haha... já þetta er nokkuð sniðugt...
Framsókn 40%... pfft.. :)

Það er nú víst fleira sem kemur til greina en þetta sem var spurt um... gleymdu alveg heilbrigðismálum ofl sem ég læt stjórna mínum kosningamálum þetta árið...

Jón Grétar sagði...

Stuðningur við Sjálfstæðisflokk: 12.5%
Stuðningur við Framsóknarflokk: 20%
Stuðningur við Samfylkinguna: 62.5%
Stuðningur við Vinstri-Græna: 25%
Stuðningur við Frjálslynda flokkinn: 33%
Stuðningur við Íslandshreyfinguna: 60%

Svosem í takt við það sem ég hef verið að pæla. Var við það að kjósa Íslandshreyfinguna þangað til ég sá Ómar greyið í sjónvarpinu og heyrði af náttúrulækningasamúð Margrétar. Úúúbs, þar fór það. Fínt að kjósa Gumma Steingríms :)

Lilja sagði...

Fyrst þið hinir hafið tölurnar ykkar með:

Stuðningur við Sjálfstæðisflokk: 25%
Stuðningur við Framsóknarflokk: 40%
Stuðningur við Samfylkinguna: 37.5%
Stuðningur við Vinstri-Græna: 43.75%
Stuðningur við Frjálslynda flokkinn: 41%
Stuðningur við Íslandshreyfinguna: 40%

Greinilegt að ég á að kjósa allt annað en Sjálfstæðisflokkinn. Þetta gerir lífið miklu auðveldara, eða þannig.

Heiða María sagði...

Hmm, skrýtnar niðurstöður hjá mér, veit svo sem ekki alveg hvort þetta sé réttmæt könnun:

Stuðningur við Sjálfstæðisflokk: 0%
Stuðningur við Framsóknarflokk: 30%
Stuðningur við Samfylkinguna: 25%
Stuðningur við Vinstri-Græna: 50%
Stuðningur við Frjálslynda flokkinn: 30%
Stuðningur við Íslandshreyfinguna: 30%

Jón Grétar sagði...

Nei, held nú að 11 spurningar nái ekki að súmmera upp mismuninn á 6 pólitískum framboðum. Og ef svo er þá er íslensk pólitík í enn verri málum en ég hélt!