miðvikudagur, maí 16, 2007

Frjáls vilji fundinn!

Takið eftir þessu:
"Brembs segir að í ljós hafi komið að hreyfingar fluganna hafi ekki verið algjörlega tilviljanakenndar, heldur hafi ferðir þeirra fylgt mynstri sem hljóti að eiga rætur í uppbyggingu heilans."

Samt segir nokkrum línum ofar:
"Án nokkurra ytri áreita breytir ávaxtafluga um stefnu, og segir vísindamaður að þetta bendi til þess að frjáls vilji sé til"

Vona að manninum sé ekki illt í andanum líka!

4 ummæli:

Heiða María sagði...

Já, ég var einmitt að lesa þetta rétt áðan. Það má kalla þetta ýmislegt, en frjáls vilji er kannski svolítið skrýtið heiti á þessu. Kannski frekar fyrirfram forrituð "default" tilhneiging til að hreyfa sig svona nema aðrar upplýsingar til að stýra hegðun fáist.

Jón Grétar sagði...

Nákvæmlega, og síðast þegar ég skoðaði heimspekiorðabókina mína þá var frjáls vilji ekki skilgreindur sem fyrirfram forrituð hegðun.

Mogginn er æði...

Heiða María sagði...

Upprunalega er þetta reyndar af New Scientist: http://www.newscientist.com

Nafnlaus sagði...

Mér finnst líka athugavert að segja að þetta sér áreitalaust umhverfi.

Þetta er ákveðinn kassi "form" og hann er af ákveðnum lit og því er líklegt að lífvera hegði sér á svipaðan hátt... Allavega myndi ég geta ímyndað mér það. Hann ætti að athuga það hvort að annað hvítt form myndi framkalla annað non-random flugmynstur....

Hvað með lífræðilegan mismun, eru sumar flugnanna "örvhentar" þeas öðruvísi á einhvern hátt... já líklega... ef þær væru allar nákvæmlega eins þá væri hegðun þeirra "flugmynstur" líklega eins miðað við að allar aðrar breytur haldist... held ekki að það geti fullyrt um frjálsan vilja. Er ekki viss um að rannsókn sé svo auðveldlega fær um það almennt, hvað þá flugurannsókn.