föstudagur, maí 04, 2007

Skottulækningar

Ég verð nú bara hrædd þegar ég les svona. Það er sök sér að fólk láti glepjast af skottulækningum ýmiss konar en annað að leggja til að almennar skatttekjur fari í svoleiðis rugl.

6 ummæli:

Gunnar sagði...

núna er fyndið að skoða þessa síðu en allavega... reyndi einu sinni...

hvernig getur hún líkt þessu við stærðfræði?

:)

Jón Grétar sagði...

Ekta skottulæknir, hlær svo bara að gagnrýninni sem kemur frá alvöru aðferðafræði og vísindum og segir að sitt drasl sé vísindi af því að einhver segist hafa gert rannsókn. Nú er allavega nokkuð ljóst að ég kýs ekki Íslandshreyfinguna!

Gunnar sagði...

Held hreinlega að það sé búið að loka síðunni...

Jón Grétar sagði...

Síðan er enn opin, tékkaði á henni í dag. Hún hrundi víst fyrir einhverjum dögum. Finnst samt merkilegt að hún segist vera hissa á að þurfa að standa í svona rökræðum á 21. öldinni. Þablega þa... hélt einmitt að það væri merki um opið og siðmenntað samfélag að fólk rökræddi hlutina og þyrfti kannski aðeins að færa sönnur á mál sitt. En ég er náttúrulega ekki það vel sjálfsbirtur að ég viti nokkuð í minn haus...

Gunnar sagði...

það vantaði samt alveg að taka á rökum þeirra sem voru að andmæla, því gat þetta ekki kallast rök af hennar hálfu... :(

nema þetta sé það... "útúrsnúningur og hroki"

Jón Grétar sagði...

Einmitt thad sem eg vildi sagt hafa... vona ad thetta fag komist aldrei inn i haskola, allavega ekki ef their vilja halda thessu mentalited.