Eins og einhverjir vita eru Samtök áhugafólks um atferlisgreiningu á Íslandi (Satís) að plana ritrýnt tímarit um atferlisgreiningu á íslensku og ég er einn af þeim sem er að koma þessu á koppinn. Stefnt er á að koma blaðinu út í lok ársins eða byrjun næsta og gefa það á netinu eins og tíðkast núna hjá Cambridge Center for Behavioral Studies, sjá http://www.behavior.org/journals%5FBP/
Var því að pæla hvort einhver rottanna eða aðrir lesendur þessarar síðu hefðu ábendingar um greinar eða höfunda sem við gætum leitað til (so far höfum við the Usual Suspects í sigtinu, kennarana við deildina en viljum fara víðar). Þannig ef einhvert ykkar er með atferlisrannsókn, lokaverkefni eða annað þvíumlíkt sem mætti birta þarna, endilega látið mig vita annað hvort hér á kjallararottum eða sendið mér mail.
Langar líka sérstaklega að biðja Baldur um að skrifa grein sem á að vera í lið sem við viljum kalla „Um hugtök" eða eitthvað álíka. Gætir þú Baldur lagt út frá færslunni frá 9. mars 2006 þar sem þú svarar snilldarlega gagnrýni á skilgreiningunni á hugtakinu styrkir?
http://kjallararottur.blogspot.com/2006/03/rkvillur.html#comments
Greinin þarf ekki að vera löng, tvær til þrjár blaðsíður geta dugað í svona lið í þessum blöðum en henni er velkomið að vera lengri og viðameiri.
Allar aðrar ábendingar og athugasemdir eru einnig vel þegnar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli