mánudagur, desember 26, 2005

Gleðilega hátíð!


Ég óska öllum rottum og rottuvinum, nær og fjær, gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

föstudagur, desember 23, 2005

gleðileg jól öll.

Jólafríið á Akureyri byrjar ágætlega. Búinn að standa mína plikt í skreytingum og öllu því og er dottinn í það. Þótt ég drekki svo til alla daga fyrir sunnan líka (nema síðustu þrjá mánuði) þá virðist Akureyri vera ótvírætt greinireiti fyrir drykkju hegðun því þetta er eitt af því sem bregst aldrei. Er ekki fyrr kominn norður en ég er dottinn í það. Svona er þetta bara.

Bið að heilsa ykkur öll og vona að þið hafið það gott.

miðvikudagur, desember 21, 2005

þriðjudagur, desember 20, 2005

Tilvitnun dagsins

Svo las ég snilldar grein um hómeópatíu og þann aragrúa af vísindarannsóknum sem hafa verið gerðar á því fyrirbæri. Niðurstaða auðvitað sú að þetta virkar ekki jack shit. Svo voru hómeópatavesalingar að reyna að malda í móinn og spurðu hvernig í ósköpunum vísindamenn vissu að þetta virkaði ekki. Svarið: Through the miracle of counting.

Orri sáli

Vinur álfsins

Vignir Þór Birgisson
Innkaupamaður í grænmeti í Hagkaupum



Vignir verður vinur álfsins að þessu sinni fyrir að kaupa aftur Merry
Christmas epli.

sunnudagur, desember 18, 2005

Heiða mælir með...


Le Tigre er ekki fyrir alla, en vel þess virði að tékka á. Veit ekki alveg hvernig ég á að lýsa þessu; held að tyggjókúluelektrórokkpönk lýsi þessu ágætlega. Tékkið sérstaklega á laginu Deceptacon, það kemur manni í stuðið. Hér er hægt að nálgast myndbandið við lagið, mjög fyndið.

P.S. Allir á myndinni eru konur.

laugardagur, desember 17, 2005

Var að koma heim af djamminu

Tvær pælingar. Er orðið alveg svakalega mikið af smápíkum á djamminu eða er ég bara að eldast? Og er maður leiðinleg tík ef maður þiggur drykk frá gaur (hey, þeir gáfu okkur heila freyðivínsflösku óumbeðnir) en finnst asnalegt að skjóta einhvers staðar inn í samtalið: "Hey, bara svo að láta þig vita að ég á kærasta..."

föstudagur, desember 16, 2005

Hvernig er staðan?

Hvernig er þetta með ykkur, eruð þið öll í prófum? Ég væri nefnilega alveg til í að kíkja út í kvöld, eða bara hittast yfir smá smotterísbjór. Eru allir uppteknir?

fimmtudagur, desember 15, 2005

Apar standa sig stundum betur en börn í rökhugsun

Apar og börn (þriggja til fjögurra ára) horfðu á fólk nota verkfæri til að ná í gotterí ofan í kassa. Kassinn var annað hvort glær eða ógegnsær. Fólkið sem aparnir og börnin fylgdust með gerðu bæði hreyfingar sem skiptu máli til að ná í gottið og hreyfingar sem voru algjört aukaatriði. Til að ná í gottið í ógegnsæja kassanum hermdu bæði apar og börn eftir öllu sem fólkið gerði. Þegar kassinn var glær hermdu apar bara eftir því sem nauðsynlegt var að gera til að ná í gottið. Börnin hermdu aftur á móti enn eftir öllu, líka því sem skipti engu máli.

Sjá hér.

mánudagur, desember 12, 2005

PDI á skjá einum

Já ný þáttaröð er í vinnslu.. Psychological disorder investigation.. Ég og Baldur sem erum bæði executive producers og leikarar í þáttunum erum að fara selja réttinn til skjá eins eða NBC.. erum ekki búnir að ákveða það ennþá...
En þessi þáttur á að verða mjög vinsæll enda erum við með formúlu sem getur ekki klikkað!! Við tökum allt svona "inn í líkama" dæmi úr CSI og yfirfærum það á okkar þátt, nema í stað þess að sjá byssukúlu þeytast í gegnum hold, bein og blóð sjáum við Inn í sálina!! mjög töff!
Baldur mun leika aðalhlutverkið.. og eins og í öllum svona þáttum er aðalgaurinn alvitur og bestur! en alltaf með einhvern galla til að vega upp á mótu (House í House er haltur, Grissom í CSI er heyrnarlaus og John doe er minnislaus og litblindur en veit samt allt!)Við erum reyndar ekki ennþá komnir með galla handa Baldri en það voru uppi hugmyndir um þráláta klósettsetusleikihegðun... henni var ekki mikið fagnað!

Til þess að fá meira áhorf ætlum við að sjálfsögðu að blanda inn í þessa uppskrift, öllum steriotypum og jú bæta inn í uppskriftinni að góðum grínþætti.. því á Baldur að vera mjög feitur og viðbjóðslegur en eiga litla sæta eiginkonu sem Vaka hefur verið fengin til að leika...

Núna erum við með áhorf upp á 70-80 % en til að loka hringnum er spurning um að leyfa fólki kjósa út persónur og eða hafa singstar eða Idol í lok hvers þáttar.. með þessu fáum við alla heimsins bjána til að glápa á líka.. þannig að við erum með pottþétta money making machine.. hverjum langar að fjárfesta??

föstudagur, desember 09, 2005

Stelpustrákar og strákastelpur

You Are 40% Boyish and 60% Girlish

You are pretty evenly split down the middle - a total eunuch.
Okay, kidding about the eunuch part. But you do get along with both sexes.
You reject traditional gender roles. However, you don't actively fight them.
You're just you. You don't try to be what people expect you to be.

IPECAP

IPECAP heitir efnið sem ég var að tala við þig um Baldur.. og hérna er vídjóið..
já það er til vont fólk í þessum heimi..

Hérna er svo family guy útgáfan

Úff, ái

Það er greinilegt að það er ekki nýtt fyrirbæri að fjarlægja hárvöxt af líkamanum (linkur hér að ofan)

þriðjudagur, desember 06, 2005

Hvað ætla ég að verða þegar ég verð stór?

Krakkar, ég er enn eina ferðina komin í eitthvað dilemma um hvað ég eigi að gera í framtíðinni. Viljið þið gera mér greiða og segja ykkar skoðun á hvað ég eigi að fara í og af hverju?