fimmtudagur, ágúst 17, 2006

Rökræður

Það er orðið voðalega langt síðan að fólk tók sér til og rökræddi ýmis mál hérna til þaula.. það hafa yfirleitt verið heit pólitísk mál eða kvennréttindarmál sem hafa kynt undir rifrildaputtanna en ég nenni ekki að fara í þá áttina..

Ætla því að koma með mál sem ég held að gæti verið heitt.. eða kannski eru bara allir sammála um það.. tja komumst að því

Það er um Alkahólisma, sjúkdómur eða ekki?

Koma svo.. eitt gott rifrildi hérna svo það er alltaf svo stresslosandi

Eða er kannski allir sammála um að það sé ekki hægt að setja alkahólisma undir hatt með sjúkdómum? Þeir í AA virðast vera 100% vissir um að þetta sé sjúkdómur og jafnvel ef minnið mitt klikkar ekki þá hefur sjálfur landlæknir túlkað alkahólisma sem sjúkdóm.

9 ummæli:

Heiða María sagði...

Sko, ég skil ekki þessa voða áherslu á sjúkdómur/ekki sjúkdómur. Skiptir ekki aðalmáli að hjálpa þeim sem þurfa hjálp?

Nafnlaus sagði...

jú held að það sé grundvallaratriðum megin markmiðið en er það ekki bara spurning um prinsipp og skilgreiningaratriði hvort það flokkist undir sjúkdómur eða ekki... Veit að margir eru ekki sérlega hrifnir að því að setja svo loðið dæmi eins og alkoholisma undir sjúkdóm

Heiða María sagði...

P.S. Það er greinilegt að Boggi á að vera að læra undir sumarpróf...

Borgþór sagði...

pfff.. hvernig sérðu það? hehehe

baldur sagði...

Varðandi AA, þá skilst mér að þeim sé svolítið í mun að skilgreina þetta sem sjúkdóm til þess að geta fyrrt þann ábyrgð sem hrjáist af þessu. Ég veit ekki hvað Sigrúnsif segir um þetta, en stendur ekki skýrt í tólfsporunum að maður verði að viðurkenna vanmátt sinn fyrir vandanum og að fara að treysta á æðri mátt til að ná bata? Þetta hljómar eins og ábyrgðarfyrring fyrir mér, samt segja allir alkóhólistar sem hafa farið í gegnum tólfsporakerfið að það sé á manns eigin ábyrgð að ná bata. Ég fæ þetta ekki til að passa. En þetta er kannski önnur umræða.

Annars varðandi sjúkdómshugtakið, þá hefur það alveg verið skilgreint og ef menn, eins og landlæknir og fleir myndu bara lesa sér til þá væri þessi umræða sennilega ekki. Heilkenni er samansafn einkenna sem valda vandkvæðum. Ef orsakir heilkennisins eru þekktar eins og er með vírussjúkdóma til dæmis, þá er um sjúkdóm að ræða. Ef orsakir eru ekki þekktar er um röskun að ræða. Alkóhólismi er sannarlega heilkenni. Orsakirnar eru hins vegar ekki fyllilega þekktar ennþá þannig að klárlega er um röskun en ekki sjúkdóm að ræða. Það er mikilvægt að þetta sé á hreinu þar sem það eitt að sjúkdómshugtakið sé notað gefur tilefni til að ætla að við höfum einhverja hugmynd um hvernig eigi að fást við vandann. Það er klárlega álitamál í tengslum við alkóhólisma.

baldur sagði...

En já heiða, ég er sammála þér. Ég sakna þess líka að rífast við ykkur á þessum vetvangi.

jhaukur (kjwise) sagði...
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
baldur sagði...

Fyrir mitt leyti var þessi umræða ekki endilega ætluð "standard AA einstaklingum" (þótt auðvitað eru þeir velkomnir) heldur var hún kannski frekar til að hjálpa okkur hinum, og þá hugsanlega fræðasviðinu almennt ef einhver skyldi detta niður á eitthvað snjallt, að skilja við hvað er að fást. Þátttöku alkóhólista í umræðunni var sem sagt aldrei ætlað að hjálpa alkóhólistum að ná bata. Þetta er bara fræðilega áhugaverð spurning og af þeim sökum getur það ekki skaðað umræðuna að skerpt sé á hugtakanotkun. Umræða þar sem allir vita við hvað er átt þegar hugtök eru notuð er líklegri til að skila lausnum á, í þessu tilfelli, vanda alkóhólista. Villandi hugtakanotkun getur hins vegar leitt til vondra ákvarðana og þeir eru líka til, og eru ekki fáir, sem telja að tólf spora kerfikð sé vond lausn á vanda alkóhólista einmitt vegna þess að þrjú fyrstu sporin ganga út á að fyrra sig ábyrgð á hegðun sinni. "Þetta er sjúkdómur sem ég ræð ekki við og því þarf ég að leggjast á bæn því guð einn getur hjálpað mér" (ef þetta er útþynnt afbökun þætti mér vænt um að ég væri leiðréttur). Nær væri að telja sér trú um að þetta sé hegðunarvandi sem ÉG þarf að ná tökum á og ef ég get það ekki einn, þá með hjálp góðra manna sem geta kennt mér það. Ég held nefnilega að þeir sem til þessa hafa náð tökum á fíkn sinni eftir að hafa gengið í gegnum tólf spora kerfið fái ekki það kredit sem þeir eiga skilið fyrir sitt eigið framlag til batans.

jhaukur (kjwise) sagði...
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.