sunnudagur, ágúst 13, 2006

Vinafólk

Hvað er málið með fólk sem ávarpar mann sem 'vinan' og 'vinur'? Ég þekki reyndar fólk sem talar svona við alla og meinar ekkert illt með þessu, en mér finnst þetta í flestum tilvikum óþolandi. Mér finnst vera talað niður til mín, og það vantar bara að þetta 'vinafólk' klappi manni á kollinn og tali við mann barnamál.

Ég lenti í einni svona á Morrissey-tónleikunum í gær. "Fyrirgefðu, vinan" var sagt með góðlátlegri, móðurlegri rödd. Konan var svona fimm árum eldri en ég. Læknirinn sagði þetta líka oft og mörgum sinnum við mig um daginn. Hann er um tveimur árum eldri en ég, eflaust læknanemi með úttútnað egó.

Skilaboðin frá mér eru þessi: Stillið ykkur um að segja þessi leiðindaorð, jafnvel þótt ykkur þyki ég dúlluleg, ungleg eða heimskuleg.

P.S. Hættið líka að keyra í rassgatinu á mér.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég er SVOOOO sammála þér með þetta vinatal! Hvað er málið með það. Óþolandi þegar fólk sem er yngra en maður sjálfur talar svona við mann. Þetta er bara yfirborðskennt Og hana nú! :)

Nafnlaus sagði...

Já, þetta kemur oft kjánalega út. Ég vil þó minna á að vinur/vinan vísar alls ekki til aldurs, og reyndar miklu frekar til jafningja, eins og vinir eru oftast. En auðvitað er hægt að ógilda öll orð með undarlegri notkun.

Nafnlaus sagði...

Hahaha... ég nota þessi orð þónokkuð við vini og vandamenn (ekki ókunnuga reyndar..).....en lofa að segja það ei meir við þig ;)

Heiða María sagði...

Ég þekki þig það vel að ég myndi alveg þola það :)