þriðjudagur, febrúar 27, 2007
mánudagur, febrúar 26, 2007
sunnudagur, febrúar 18, 2007
Fleiri gullaldarlög
Fyrirgefiði að ég sé að yfirflæða bloggið með lögum. Svona er það þegar maður á að vera að lesa greinar...
föstudagur, febrúar 16, 2007
Lag dagsins
Reyndar var ég eiginlega búin að velja lag dagsins, en hér er annað sem ég vissi hreinlega ekki að væri með Jefferson Airplane. Frábært lag engu að síður. Stundum vildi ég óska þess að ég hefði verið uppi á þessum tíma, hefði örugglega misst mig í tónlist.
Stalker í afneitun
Heiða Dóra/Heiða hin/LHD samdi, spilaði og söng skemmtilegt lag sem mig langar að benda fólki á, og má finna á MySpace-síðunni hennar. Þetta er ég búin að vera sönglandi í allan dag. Ekki laust við að hún taki nokkra Súkkat-takta þarna. Smá brot svo úr textanum:
Vonandi fer ég rétt með þetta.
Heimasíðan þín er ekkert fyndin.
Ég veit það -- ég les hana oft á dag.
Hlæ að bröndurunum fyrstu sjö skiptin,
en síðan alls ekkert eftir það.
Ég held að þú sért hommi
fyrst að þú vilt mig ekki.
Vonandi fer ég rétt með þetta.
sunnudagur, febrúar 11, 2007
Til að koma því á hreint í eitt skipti fyrir öll
Það var ekki ég sem kærði prófið í lífeðlislegri sálfræði fyrir nokkrum árum, og það var heldur ekki Heiða Dóra. Ég er enn að heyra þessa sögu af og til og ég skil ekkert hvaðan hún kom.
laugardagur, febrúar 10, 2007
Ég og heilinn minn
Þetta er uppáhaldslagið mitt í undankeppni Júróvisjón, enda heitir söngkonan Heiða og syngur um heilann. Þarf varla að koma á óvart, er það?
miðvikudagur, febrúar 07, 2007
Orðið snar hefur öðlast nýja merkingu.
Ég veit ekki um ykkur, en ég held það sé full ástæða til að hafa verulegar áhyggjur af þessu fólki. Það er ekki fullfrískt.
þriðjudagur, febrúar 06, 2007
mánudagur, febrúar 05, 2007
Komin með síma!!!
Loksins, loksins, segja eflaust sumir. Margir búnir að kvarta og skamma mig fyrir að hafa engan síma í margar vikur. Númerið er hið sama: 695-6845. Einnig vil ég biðja fólk um að senda mér sms með númerunum sínum þar sem ég hef engin númer í minninu lengur.
sunnudagur, febrúar 04, 2007
Heilaþveginn af sníkjudýri
The carpenter ant in the picture on the left (genus Campanotus), and the bullet ant in the first film clip below (Paraponera clavata), have fallen victim to parasitic fungi of the genus Cordyceps, which manipulate the behaviour of their host in order to increase their own chances of reproducing.
Sjá meira á Neurophilosophy.
Þar hafið þið það
You scored as Scientific Atheist. These guys rule. I'm not one of them myself, although I play one online. They know the rules of debate, the Laws of Thermodynamics, and can explain evolution in fifty words or less. More concerned with how things ARE than how they should be, these are the people who will bring us into the future.
What kind of atheist are you? created with QuizFarm.com |
laugardagur, febrúar 03, 2007
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)