föstudagur, febrúar 16, 2007

Stalker í afneitun

Heiða Dóra/Heiða hin/LHD samdi, spilaði og söng skemmtilegt lag sem mig langar að benda fólki á, og má finna á MySpace-síðunni hennar. Þetta er ég búin að vera sönglandi í allan dag. Ekki laust við að hún taki nokkra Súkkat-takta þarna. Smá brot svo úr textanum:
Heimasíðan þín er ekkert fyndin.
Ég veit það -- ég les hana oft á dag.
Hlæ að bröndurunum fyrstu sjö skiptin,
en síðan alls ekkert eftir það.
Ég held að þú sért hommi
fyrst að þú vilt mig ekki.

Vonandi fer ég rétt með þetta.

3 ummæli:

Vaka sagði...

Mahahahahaha snilld :D

gunnar sagði...

:)

Nafnlaus sagði...

Nauts! En skemmtilegt. Þú ert hér með ráðin sem PR manneskja mín númer eitt. Þú gerir mig að stjörnu í Bandaríkjunum. Þar skilur enginn textann. Held ég eigi þá frekar sjéns. :)

Álfur sjálfur