Var að sjá þetta á Moggavefnum.
Spurning um að taka svona kapphlaup niður Esjuna?
Fólk er ekki í lagi!
þriðjudagur, maí 29, 2007
GAHHHHHH!
Hva, eru bara allir dauðir á þessari síðu??
Ég hef svo sem ekki frá neinu merkilegu að segja, mér datt bara í hug að bæta við nýju bloggi til að sýna að síðan er ekki alveg dauð.
Ein fullkomlega tilgangslaus staðreynd:
Ég dýrka Top Gear þættina. Finnst alveg yndislegt að þarna úti í Bretlandi eru þrír karlmenn sem geta eytt smá formúgu í að búa til sex sæta blæjubíl, fótboltalið með 22 bílum og risastórum bolta, límosínu búna til úr smábíl og alls kyns vitleysu tengda bílum.
Koma svo, hverjir eru lifandi?
Ég hef svo sem ekki frá neinu merkilegu að segja, mér datt bara í hug að bæta við nýju bloggi til að sýna að síðan er ekki alveg dauð.
Ein fullkomlega tilgangslaus staðreynd:
Ég dýrka Top Gear þættina. Finnst alveg yndislegt að þarna úti í Bretlandi eru þrír karlmenn sem geta eytt smá formúgu í að búa til sex sæta blæjubíl, fótboltalið með 22 bílum og risastórum bolta, límosínu búna til úr smábíl og alls kyns vitleysu tengda bílum.
Koma svo, hverjir eru lifandi?
miðvikudagur, maí 16, 2007
Frjáls vilji fundinn!
Takið eftir þessu:
"Brembs segir að í ljós hafi komið að hreyfingar fluganna hafi ekki verið algjörlega tilviljanakenndar, heldur hafi ferðir þeirra fylgt mynstri sem hljóti að eiga rætur í uppbyggingu heilans."
Samt segir nokkrum línum ofar:
"Án nokkurra ytri áreita breytir ávaxtafluga um stefnu, og segir vísindamaður að þetta bendi til þess að frjáls vilji sé til"
Vona að manninum sé ekki illt í andanum líka!
"Brembs segir að í ljós hafi komið að hreyfingar fluganna hafi ekki verið algjörlega tilviljanakenndar, heldur hafi ferðir þeirra fylgt mynstri sem hljóti að eiga rætur í uppbyggingu heilans."
Samt segir nokkrum línum ofar:
"Án nokkurra ytri áreita breytir ávaxtafluga um stefnu, og segir vísindamaður að þetta bendi til þess að frjáls vilji sé til"
Vona að manninum sé ekki illt í andanum líka!
laugardagur, maí 12, 2007
Viðtal við Moggann
Það er viðtal við mig í Mogganum í dag út af Fulbright-styrknum, alveg ágætt viðtal, nema að undir myndinni stendur að ég heiti Heiða Sigrún. Gah!
Til hamingju
Til hamingju með afmælið Andri klandri. Ég var aðeins of sein að skrifa þennan póst, komið yfir miðnætti, en allavega til lukku.
fimmtudagur, maí 10, 2007
Spálíkan Heiðu Maríu
miðvikudagur, maí 09, 2007
þriðjudagur, maí 08, 2007
Veistu ekki hvað þú átt að kjósa?
Stutt könnun
http://xhvad.bifrost.is/
Ég fékk að skoðanir mínar væru í mestu samræmi við Vinstri Græna, sem er niðurstaða sem ég bjóst ekki við. Hvað segið þið hin?
http://xhvad.bifrost.is/
Ég fékk að skoðanir mínar væru í mestu samræmi við Vinstri Græna, sem er niðurstaða sem ég bjóst ekki við. Hvað segið þið hin?
mánudagur, maí 07, 2007
Tilvitnun dagsins
The fact that a believer is happier than a skeptic is no more to the point than the fact that a drunken man is happier than a sober one.-- George Bernard Shaw
Michael Shermer frá Sceptic Society
Why do people see the Virgin Mary on cheese sandwiches or hear demonic lyrics in "Stairway to Heaven"? Using video, images and music, professional skeptic Michael Shermer explores these and other phenomena, including UFOs and alien sightings. He offers cognitive context: In the absence of sound science, incomplete information can combine with the power of suggestion (helping us hear those Satanic lyrics in Led Zeppelin). In fact, he says, humans tend to convince ourselves to believe: We overvalue the "hits" that support our beliefs, and discount the more numerous "misses."
Á TED Talks.
föstudagur, maí 04, 2007
Skottulækningar
Ég verð nú bara hrædd þegar ég les svona. Það er sök sér að fólk láti glepjast af skottulækningum ýmiss konar en annað að leggja til að almennar skatttekjur fari í svoleiðis rugl.
fimmtudagur, maí 03, 2007
SATÍS Journal
Eins og einhverjir vita eru Samtök áhugafólks um atferlisgreiningu á Íslandi (Satís) að plana ritrýnt tímarit um atferlisgreiningu á íslensku og ég er einn af þeim sem er að koma þessu á koppinn. Stefnt er á að koma blaðinu út í lok ársins eða byrjun næsta og gefa það á netinu eins og tíðkast núna hjá Cambridge Center for Behavioral Studies, sjá http://www.behavior.org/journals%5FBP/
Var því að pæla hvort einhver rottanna eða aðrir lesendur þessarar síðu hefðu ábendingar um greinar eða höfunda sem við gætum leitað til (so far höfum við the Usual Suspects í sigtinu, kennarana við deildina en viljum fara víðar). Þannig ef einhvert ykkar er með atferlisrannsókn, lokaverkefni eða annað þvíumlíkt sem mætti birta þarna, endilega látið mig vita annað hvort hér á kjallararottum eða sendið mér mail.
Langar líka sérstaklega að biðja Baldur um að skrifa grein sem á að vera í lið sem við viljum kalla „Um hugtök" eða eitthvað álíka. Gætir þú Baldur lagt út frá færslunni frá 9. mars 2006 þar sem þú svarar snilldarlega gagnrýni á skilgreiningunni á hugtakinu styrkir?
http://kjallararottur.blogspot.com/2006/03/rkvillur.html#comments
Greinin þarf ekki að vera löng, tvær til þrjár blaðsíður geta dugað í svona lið í þessum blöðum en henni er velkomið að vera lengri og viðameiri.
Allar aðrar ábendingar og athugasemdir eru einnig vel þegnar.
Var því að pæla hvort einhver rottanna eða aðrir lesendur þessarar síðu hefðu ábendingar um greinar eða höfunda sem við gætum leitað til (so far höfum við the Usual Suspects í sigtinu, kennarana við deildina en viljum fara víðar). Þannig ef einhvert ykkar er með atferlisrannsókn, lokaverkefni eða annað þvíumlíkt sem mætti birta þarna, endilega látið mig vita annað hvort hér á kjallararottum eða sendið mér mail.
Langar líka sérstaklega að biðja Baldur um að skrifa grein sem á að vera í lið sem við viljum kalla „Um hugtök" eða eitthvað álíka. Gætir þú Baldur lagt út frá færslunni frá 9. mars 2006 þar sem þú svarar snilldarlega gagnrýni á skilgreiningunni á hugtakinu styrkir?
http://kjallararottur.blogspot.com/2006/03/rkvillur.html#comments
Greinin þarf ekki að vera löng, tvær til þrjár blaðsíður geta dugað í svona lið í þessum blöðum en henni er velkomið að vera lengri og viðameiri.
Allar aðrar ábendingar og athugasemdir eru einnig vel þegnar.
þriðjudagur, maí 01, 2007
Eftirlit með fréttum
Sælt veri fólkið
Eins og svo oft áður og svo margir aðrir þá er ég frekar pirraður á fréttaflutningi af vísindum á mbl.is og Morgunblaðinu. Við höfum reynt að kommenta á fréttirnar, senda bréf til ritstjórans en ekkert virðist duga og ekki er þetta að batna eins og sjá má á viðhorfi KGA um gen. Þar hélt hann því fram að norskir vísindamenn hefðu uppgötvað að kannski væru ekki til gen. Það sem hann gerði var að mislesa norska vefinn þaðan sem hann virðist fá allar sínar upplýsingar. Ég ætla ekki að fara í smáatriði, skoðið frekar athugasemdirnar á vefnum hans. http://kga.blog.is/blog/kga/
Nýjasti pistillinn er svo um "ritskoðun" en það er álit hans á því að vísindamenntað fólk ætti að skrifa um vísindi. Það er nokkuð ljóst að KGA fylgir þeirri ágætu heimspekistefnu póst módernisma sem því miður hefur verið nær algerlega gerð brottræk úr vísindum (undantekninguna er því miður að finna í sálfræði, atferlisfræði nánar tiltekið, í því sem kallast Relational Frame Theory).
Ég vill leggja eftirfarandi tillögu fyrir rotturnar: Við stofnum moggablogg og í hvert sinn sem inn dettur dularfull frétt um vísindi tengjum bloggið við fréttina eins og hægt er að gera. Allir sem áhuga hefðu myndu vera með aðgang að moggablogginu. Fyrirkomulagið yrði þá þannig að ef ég myndi vilja svara ákveðinni frétt myndi ég búa til svarið, senda á þá sem taka þátt, þeir myndu svara (peer review/ritskoðun) og eftir það myndi ég pósta svarið við greininni á bloggið. Það sem helst þyrfti að gera væri að benda á aðferðafræðilega galla í rannsóknum eða fréttum af rannsóknum, misskilning á hugtökum sem fram koma í fréttinni og svo túlkanir á afleiðingum tilraunanna eða næstu skrefum ("kortlagning ástarinnar lokið innan 5 ára").
Allavega, látið mig vita hvað ykkur finnst. Kannski er þetta bara eins og lemja hausnum við steininn og algerlega tilgangslaust :p
Eins og svo oft áður og svo margir aðrir þá er ég frekar pirraður á fréttaflutningi af vísindum á mbl.is og Morgunblaðinu. Við höfum reynt að kommenta á fréttirnar, senda bréf til ritstjórans en ekkert virðist duga og ekki er þetta að batna eins og sjá má á viðhorfi KGA um gen. Þar hélt hann því fram að norskir vísindamenn hefðu uppgötvað að kannski væru ekki til gen. Það sem hann gerði var að mislesa norska vefinn þaðan sem hann virðist fá allar sínar upplýsingar. Ég ætla ekki að fara í smáatriði, skoðið frekar athugasemdirnar á vefnum hans. http://kga.blog.is/blog/kga/
Nýjasti pistillinn er svo um "ritskoðun" en það er álit hans á því að vísindamenntað fólk ætti að skrifa um vísindi. Það er nokkuð ljóst að KGA fylgir þeirri ágætu heimspekistefnu póst módernisma sem því miður hefur verið nær algerlega gerð brottræk úr vísindum (undantekninguna er því miður að finna í sálfræði, atferlisfræði nánar tiltekið, í því sem kallast Relational Frame Theory).
Ég vill leggja eftirfarandi tillögu fyrir rotturnar: Við stofnum moggablogg og í hvert sinn sem inn dettur dularfull frétt um vísindi tengjum bloggið við fréttina eins og hægt er að gera. Allir sem áhuga hefðu myndu vera með aðgang að moggablogginu. Fyrirkomulagið yrði þá þannig að ef ég myndi vilja svara ákveðinni frétt myndi ég búa til svarið, senda á þá sem taka þátt, þeir myndu svara (peer review/ritskoðun) og eftir það myndi ég pósta svarið við greininni á bloggið. Það sem helst þyrfti að gera væri að benda á aðferðafræðilega galla í rannsóknum eða fréttum af rannsóknum, misskilning á hugtökum sem fram koma í fréttinni og svo túlkanir á afleiðingum tilraunanna eða næstu skrefum ("kortlagning ástarinnar lokið innan 5 ára").
Allavega, látið mig vita hvað ykkur finnst. Kannski er þetta bara eins og lemja hausnum við steininn og algerlega tilgangslaust :p
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)