mánudagur, maí 16, 2011

Voru hellisbúar bara að krota?

Þegar maður er annars hugar krotar maður oft eitthvað niður á blað. Ég teikna oftast sömu mótífin aftur og aftur, aðallega kanínur, fiska og fíla. Ég sé engan sérstakan tilgang með þessari hegðun en hún er algeng samt sem áður. 
Mynd tekin héðan.
Ég fann fyrir tilviljun þessa vísindagrein eftir Ben Watson: OODLES OF DOODLES? DOODLING BEHAVIOUR AND ITS IMPLICATIONS FOR UNDERSTANDING PALAEOARTS. Hún birtist í ritinu Rock Art Research, hvorki meira né minna, og fjallar um þá hugmynd að ef til vill séu forsöguleg hellamálverk bara glorified krass. Ekki sjamanar að galdra til sín bráð eða reyna að ná sambandi við guðina. 

Ég held að gögnin sem styðja þessa hugmynd séu frekar veik, höfundur færir rök fyrir því að sömu mótíf komi fyrir í nútímakrassi og forsögulegu krassi, og að svipuð tækni sé notuð. Það væri þó óneitanlega skondið ef hellisbúarnir hefðu bara verið að graffa. 

sunnudagur, maí 01, 2011

Borgar sig að mæta á völlinn

1.maí er í dag, verkalýðsdagurinn mikli, Guðfinna Sveinsdóttir móðir Borgþórs á afmæli og einnig Týr sem er annað tveggja félaga sem sameinaðist undir merkjum ÍBV. Skemmtilegt er þá að í dag hefst einnig Pepsi deildin sem er efsta deildin í knattspyrnu hérna á Íslandi. Slíkt fjör er ekki algeng skemmtun, grunar mig, hjá sálfræðirottum og almennum nördum sem lesa þetta blogg en takið eftir... það er nefnilega alltaf hægt að finna eitthvað nördalegt við allt.
Thomas Dohmen hjá þýsku rannsóknarmiðtöðinni IZA
ákvað að leysa hina fornu deilu um hvort að dómarinn sé hliðhollur öðru liðinu en eins og flestir vita þá á dómari leiksins að vera hlutlaus og eiga ekki að láta áhorfendur né leikmenn hafa áhrif á hvernig þeir dæma. Er það svo einfalt?
Hann greindi 3591 leiki í þýsku Bundesliga og komst að því að dómarinn er óvenjulega mikið hliðhollur liðsins sem spilar á heimavelli. Til dæmis ef heimalið er marki undir eftir venjulegan leiktíma bættu dómarar að jafnaði auka 20 sek við leiktímann sem þeir venjulega gera ekki ef heimaliðið er yfir eftir venjulegan leiktíma. Að auki var mun líklegra að dómarinn veitir heimaliði umdeilt mark eða vítaspyrnu.
Hvað er það sem veldur? Lohmen var ekki í vafa um það... Það eru áhangendurnir. Öskur og læti frá þeim er greinilegur áhrifavaldur að hans mati sem sést kannski mest á því að dómarinn er mun hliðhollari heimaliðsins ef áhangendur gestanna eru fáir. Ekki nóg með það, heldur skiptir nálægð áhangenda einnig máli... hvort það sé til dæmis hlaupabraut sem aðskilur þá og fótboltavöllinn eða hvort að stúkan sé alveg við hliðarlínuna virðist skipta miklu máli.

Þannig að ef þú villt styðja þitt lið í sumar til sigurs á heimavelli, þá skaltu mæta með sem flestum og reyna vera eins nálægt vellinum og þú getur og öskra úr þér lungun. Það gæti skilað sér í auka 20 sek á mikilvægum tíma leiksins eða jafnvel vafasömu marki.

Skýrsluna hans Lohmen má lesa betur hérna.

laugardagur, apríl 23, 2011

Pure, intense, brilliant pain

Justin O. Schmidt er afar einkennilegur maður með afar einkennilegt áhugamál. Hann er maðurinn sem kom upp með Schmidt Sting Pain Index. Herra Schmidt hefur látið helstu ógeðslegu skordýr sem flest venjulegt fólk hræðist bíta eða stinga sig... sem er eitthvað sem ég held að ég láti hann einan um. Skalinn er frekar einkennilegur en 1,0 er lægsta skorið og 4,0 það hæsta og sársaukafyllsta. Ásamt skori lýsir hann sársaukanum og það sársaukafyllsta er eftir Bullet Ant sem fær þá nafngift vegna þess að bit frá þessu litla skordýri er eins og að vera skotinn. Herra Schmidt lýsir því svona:
Pure, intense, brilliant pain. Like fire-walking over flaming charcoal with a 3-inch rusty nail in your heel
. Ég mæli með að fólk skoði þennan lista en mæli ekki með að fólk prófi sjálft til að sannreyna hann.

fimmtudagur, apríl 21, 2011

Að skrifa hugsunarlaust

Ég hef átt í stórkostlegum vandræðum við að skrifa undanfarið, hef bara verið alveg tóm eða þá að ég breytti hverri einustu setningu milljón sinnum af því að hún var aldrei nógu góð. En svo fann ég bók sem kallast Professors as Writers. Þótt hún sé svolítið nýaldarleg og tali um Freud og svona þá er ég andskoti ánægð með að hafa gefið henni séns.

Það fyrsta sem höfundurinn kennir manni er að slökkva á innri prófarkalesaranum sem agnúast út í hvert einasta orð sem maður lætur frá sér. Hann lætur mann gera það með því að neyða mann til að skrifa um eitthvað, svo til hvað sem er, í 10 mínútur á hverjum degi. Maður verður að skrifa stanslaust, maður má ekki stoppa, ekki hugsa og alls ekki stroka út. Þetta kennir manni ekki bara að hætta að vera svona gagnrýninn á eigin texta heldur kemur þetta manni hreinlega í gang. Yfirleitt finnst mér erfiðast að byrja á hlutunum, og þetta er eins og hálfgert jump start.

Hér er svo textinn sem ég skrifaði í dag. Þetta er ekkert meistaraverk en ég er samt hissa á því að þetta sé ekki verra en það er, einmitt af því að ég skrifaði þetta á innan við 10 mínútum og ég strokaði aldrei út eða hugsaði málið.

We may think that our behavior is carefully thought out all the time, but I have a feeling (shared by others) that a lot of our behavior is on “autopilot”. We don’t think much about where we are looking, we do not think much about each step we take. We probably don’t even think too much about which coffee cup we choose for our morning coffee, or whether we should eat corn flakes or Cheerios. Surely, we choose, but we don’t thoroughly contemplate our choices like August Rodin’s “Thinker”. We mostly just do. And these acts are planned by something. What?
We think we are the thinking animal, but so much of our behavior is merely triggered by habits, genetic makeup, and other factors that lead to more-or-less automatic behavioral pattern, not under our conscious control. That is not to say that we couldn’t control them if we wanted to. It is more that it is not necessarily beneficial for us to do so in our daily lives. Or more regrettably, we just might not be aware that our behavior is being dictated by “outside forces” because by definition, almost, they are out of our minds. And how can we change that of which we are not aware?

The problem behaviors can be fundamental, like when people, without wanting to, judge other people based on race, gender, or any other group membership that they might have. Such behavior might have been adaptive, because we just don’t have the time to get to know everyone on an individual basis, and if we are too trusting until having been proved otherwise, we might get in trouble. But such judgments, I believe, are so ingrained and almost hardwired, and so automatic, that we are not aware of them and therefore we cannot change them.

People do not go around thinking: “Hey, this is a woman. Therefore I am not going to pay attention to what she is saying.” But they do it anyway. They might not “think” about it at all, they might just get a feeling of disgust, or boredom, or fear, or anything else that is hard to put into words and therefore hard to think about, but it still dictates our behavior. So unless we can measure these automatic processes, we cannot point them out to people, and unless we can point them out we cannot counteract them and change them. The first step is detection, the next step is training or unlearning these habits. 


miðvikudagur, apríl 20, 2011

Oxýtósín er verkjarlyf nýbura

Oxýtósín er efni sem meðal annars er seytt við fæðingu, brjóstagjöf og fullnægingu og er talið ýta undir tengslamyndun. Ný rannsókn bendir til að oxýtósín sé líka náttúrulegt verkjarlyf og hækki sársaukaþröskuld nýbura.

þriðjudagur, apríl 19, 2011

Spáritið

Ég á hjólinu
Ég keypti mér kaffi á okurbúllunni Au Bon Pain og reyndi svo eftir fremsta megni að koma því og sjálfri mér í vinnuna -- á hjólinu mínu. Ég ætlaði fyrst að halda á kaffinu í annari hendi og hvíla hendina á stýrinu, en svo hugsaði ég: "Nei, það gengur ekki, taugakerfið mitt er ekki nógu hraðvirkt til þess að leiðrétta hreyfingar handarinnar sem ráðast af utanaðkomandi kröftum vegna hreyfingar stýrisins. Ég á eftir að sulla niður öllu kaffinu."

Nú voru góð ráð dýr. En svo mundi ég eftir blessuðu spáritinu*. Ég hugsaði: "Þegar hreyfiboð eru send til vöðva er afrit tekið af skilaboðunum og þau send strax aftur til annarra stöðva í miðtaugakerfinu. Þetta afrit, eða spárit, er notað til að spá fyrir um afleiðingar hreyfingarinnar áður en framkvæmd hennar er lokið, og þess vegna er hægt að forrita næstu aðgerð áður en hin fyrri er afstaðin. Ef ég held því á kaffinu mínu í hendinni og styð mig ekki við stýrið getur taugakerfið mitt spáð hratt og örugglega fyrir hreyfingum handarinnar og leiðrétt þær í rauntíma."

Í dag hellti ég ekki niður kaffinu mínu þökk sé menntun minni. Húrra fyrir því!

P.S. Ég var rétt í þessu að hella kaffi niður á buxurnar mínar svo nú er eins og ég hafi pissað á mig. Ég er greinilega ekki með nógu gott spálíkan.

*Hér með legg ég til að efference copy þýðist sem spárit, en 'efferent' merkir 'í burtu frá [líkamanum]' og 'copy' er að sjálfsögðu 'afrit'.

Ekki giftast kennara

Rannsókn Kanazawa og Still: Teaching may be hazardous to your marriage er afar áhugaverð fyrir tja konur sérstaklega... ef þær eru að leita sér að maka eða eiga nú þegar maka sem er kennari. Þá eru kennarar í framhaldsskólum og á háskólastigi sérstaklega í áhættuhóp. Þeir kumpánar fundu gamla rannsókn eftir sálfræðing að nafni Douglas Kenrich þar sem hann var að athuga hvort að karlmönnum fyndist kona sín ekki eins áhugaverð eftir að hafa "lesið" Playboy (set gæsalappir því ekki allir karlmenn lesa greinarnar eins og ég, bara skoða myndirnar). Það sem verra er að því meira sem karlmenn sjá af nöktum konum því minna kunna þeir að meta samband sitt við maka sinn.

Kanazawa og Still voru svo flippaðir að þeir ákváðu að athuga hvort þetta reyndist rétt og með því að skoða gagnagrunn sem innihaldur bæði atvinnuheiti og hjúskapastöðu hjá mjög stórum hópi kana, komust þeir að því að karlkyns kennarar "lenda" oftar í skilnaði heldur en aðrir karlmenn í öðrum starfsstéttum. Þetta átti þó eingöngu við karlmenn sem eru umkringdir ungum frjósömum konum, svo að konur sem eiga mann, sem er grunnskólakennari sem kennir yngri bekkjum eða leikskólakennari, geta andað léttar.

mánudagur, apríl 18, 2011

Framtíðin er hér


Jæja ég skal byrja ballið.. Ég veit ekki hvort ég hef kunnáttu eða vilja til að gera þetta núna þegar árið er 2011, en við skulum reyna á það...
Til að byrja fjörið ætla ég að fjalla um skemmtilegt vandamál sem mörg hundruð þúsund ef ekki milljónir manna eiga við á hverjum degi... vandamál sem nær inn á okkar áhugasvið, vandamál sem skapar störf á sjúkrahúsum, vandamál sem Onur Güntürkün við Ruhr university Bochum í þýskalandi leysti fyrir okkur vitlausu mannapana! Það er á hvora hliðina skal snúa höfðinu þegar sporðrenna skal fyrsta kossinum...
Þessi ágæta manneskja sem ég hreinlega veit ekki hvort sé kona eða karl (og ég hef ekki nennu til að googla) komst að því að í 65% tilfella snýr fólk hausnum til hægri. Hvernig komst þessi merki vísindamaður að þessu ? Með því að njósna um 124 kossa á flugvöllum, lestarstöðvum og öðrum almenningsstöðum þar sem mismunandi þjóðerni blandast saman. Athyglivert og frábær byrjun fyrir rotturnar...

þeir sem hafa áhuga á að lesa nánar um þessa rannsókn Onur, geta gert svo með að lesa grein um það í blaðinu Nature.