þriðjudagur, mars 29, 2005

Áhyggjufulla móðir mín


Nú er mamma farin að hafa áhyggjur af nördaskap mínum, því hún las einhvers staðar að of mikið stress og lestur geti valdið heilaskaða sem aftur leiði til minnistaps. Prófessorar verða sem sagt í alvörunni prófessorslegir. Ég held að þetta sé rétt hjá henni, ég er nokkuð minnislaus á stundum. Ætti að tékka á mér hippocampusinn. Þetta getur samt komið sér vel, sérstaklega þegar maður leigir sér spólur. Ég man aldrei eftir myndum svo ég get séð þær aftur og aftur og aftur og alltaf koma þær mér á óvart. Ég er alveg eins og gullfiskurinn sem syndir um í búrinu sínu og finnst alltaf svo skemmtilegt að sjá nýjan og nýjan kastala (þeir eru svo fallegir). Blúbb, blúbb, blúbb.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hm....hefurðu heyrt um Verkefni 2 í Greiningu og mótun hegðunar? Það þjálfar flugfærni, eða flaum, eins og sumir segja, þetta er minnistilraun (Lord, forgive them for they not know what the're sayin...) Viltu koma í það Heiða María? ég get sett myndskeið sem þú vilt læra utan að inn á milli....Mamman

Heiða María sagði...

Ég hef þegar farið í gegnum það blessaða verkefni, takk fyrir, og stóð mig bara býsna vel. Svo vil ég ekkert fara að læra myndskeið utan að, það er einmitt það góða við minnisleysi mitt ;-)

Nafnlaus sagði...

....sko, það er einmitt það sem ég er að reyna að segja, þetta hefur ekkert með minnisleysi að gera, þetta er allt spurning um áreitastjórn...hehehe....en þú náttúrulega vissir það. En annars held ég út frá því sem þú ert að segja að þetta minnisleysi sé ekki það sem venjulega er kallað minnisleysi, ég myndi frekar segja að þú hafir svo mikið horft á myndbönd og myndir að þú ert orðin ónæm fyrir þeim, þú hefur orðið fyrir aðlögun, þ.e. þín skynjun hefur aðlagast og þar af leiðandi tekurðu ekki eftir lengur og þar af leiðandi lærir þú ekki og heldur að þú munir ekki, og þar af leiðandi getur þú horft á sömu mynd endurtekið og þar af leiðandi er þín hegðun styrkt þegar þú segist ekki muna....hehe

Nafnlaus sagði...

Nei, nei, þið misskiljið þetta.

Þetta snýst allt um þarfir, sko. Mismunandi persónuleikar hafa mismunandi innri þarfir sem endurspeglast í ytri hegðun þeirra.

Ástæða þess að þú mannst ekki er vegna þess að þú hefur ekki uppfyllt grunn líffræðilegar þarfir, en maður þarf að gera það áður en það er hægt að upfylla cooognitive þarfir.

Ég mæli með hægðarlosandi lyfi til að upfylla líffræðilegu þarfirnar.

Nafnlaus sagði...

Vaka, ekki leigja spólur, hef nú jafn miklar áhyggjur af sektarborgunarhegðun þína og reykingarhegðun þína, sérstaklega þar sem ég get ekki alltaf verið að passa þig....Heiða María, ekki gera eins og Andri segir, hef miklar áhyggjur af honum og vil ekki líka þurfa að hafa áhyggjur af þér, er reynar líka farin að hafa áhyggjur af sjálfri mér þar sem ég hef svo miklar áhyggjur af ykkur....Vaka, áttu Malibú í Coca Cola light? þarf nokkuð þá að hafa áhyggjur af kaloríunum?.....hef líka áhyggjur af Magnúsi og hans skilningsleysi á svona fólki....þetta er of mikil ábyrgð fyrir mig....

Áhyggjufull móðir með taugaveiklunarpersónuleikaeinkenni sem nú til dags heitir eitthvað annað og veldur mér miklar áhyggjur