fimmtudagur, júlí 28, 2005

Hin eina sanna kjallararotta

Ójá, við fengum sko eina slíka í heimsókn í kjallarann okkar á Sogavegi í gær. Sú var að flýja svarta geðveika köttinn sem býr í nágrenni við okkur...

Æðislegt!!!

Af Wikipediu, frjálsu alfræðiorðabókinni:

The Provisional Irish Republican Army announces the end of its armed campaign against British rule in Northern Ireland, now intending to use political means to achieve a united Ireland.

Myndir úr Högnastaðaferð

Olga tók myndir úr Högnastaðaferðinni.

þriðjudagur, júlí 26, 2005

Heiðurskjallararottur

Í ljósi þess að kjallararottur eru ekkert sérlega duglegar að blogga á þessari síðu legg ég til að nokkrir eðalsálfræðinemar fái að tjá sig hér með okkur. Ekki veit ég svo sem hvernig þeim sjálfum líst á það. Þessar heiðurskjallararottur eru (og ef ég gleymi einhverjum vinsamlegast leiðréttið mig):

-Boggi
-Ella Björt
-Guðfinna Alda
-Heiða Dóra
-Helga
-Jón Grétar
-Sigrún Sif

Núverandi kjallararottur mega svo taka sig á...

Allt um ljósaperubrandara

Hér á Wikipediu.

Einn fyrir Linuxmanneskjurnar (ef einhverjar)

How many Linux programmers does it take to change a lightbulb?
None, the lightbulb is a tool of the 'man'. We have engineered a new LED that is 10x more efficient but requires 2 months to learn how to flick the switch.

Ilmurinn á hvíta tjaldið

Bíómyndin Ilmurinn (Perfume), sem gerð er eftir frábærri samnefndri bók eftir Süskind, kemur út 2006. Hér er hægt að lesa um hana.

þriðjudagur, júlí 19, 2005

Moi í íslenska piparsveininn?

Var allavega að bjóðast hlutverk ;) Tjah, eða allavega prufa, veit ekki hvort það var. Er á skrá hjá Eskimo Casting síðan einhvern tíma fyrir löngu síðan svo Saga Film var að hafa samband við mig, hehe, en ég sagðist vera nokkuð harðgift kona og ekki alveg til í að keppa um annan mann. :D Ef einhver hefur áhuga er aftur á móti hægt að sækja um á heimasíðu Skjás eins.

miðvikudagur, júlí 13, 2005

Þá er það ákveðið

Saumaklúbbur kjallararottustelpnanna (og fleiri sálfræðigella) ber nú opinberlega nafnið Lordosis.

þriðjudagur, júlí 05, 2005

125 spurningar

Tímaritið Science á 125 ára afmæli, og hefur af því tilefni tekið saman lista yfir 125 spurningar sem mikilvægast er að vísindin svari. Meðal þeirra eru sálfræðilegar spurningar eins og "Hver er líffræðileg undirstaða meðvitundar?", "Hvernig eru minnningar geymdar og endurheimtar?" og "Hvernig þróaðist samhjálp?" Hægt er að lesa um þetta hér.

laugardagur, júlí 02, 2005

Live 8

Ég hvet alla til að skrifa undir Live 8 nafnalistann þar sem krafist er að yfirvöld 8 valdamestu landa heims:
1. Tvöfaldi fjárframlög til fátækustu landa heims.
2. Felli niður skuldir þeirra.
3. Breyti viðskiptalögum til að gefa þeim betri framtíð.
Hægt er að skrifa undir hér.

föstudagur, júlí 01, 2005

Lítið ævintýri

Einu sinni var lítil kjallararotta að nafni Heiða sem átti dygga lesendur að bloggi. Dag einn voru lesendurnir horfnir. Heiða lagði því af stað með nesti og nýja skó í leit að lesendunum sínum. Hún settist niður og hrópaði:
Kommentið nú kjallararottur
ef þið eruð nokkurs staðar á lífi!

Framhald síðar.

Heilastarfsemi við dáleiðslu

Sjá í þessari grein á Scientific American.