föstudagur, júlí 01, 2005

Lítið ævintýri

Einu sinni var lítil kjallararotta að nafni Heiða sem átti dygga lesendur að bloggi. Dag einn voru lesendurnir horfnir. Heiða lagði því af stað með nesti og nýja skó í leit að lesendunum sínum. Hún settist niður og hrópaði:
Kommentið nú kjallararottur
ef þið eruð nokkurs staðar á lífi!

Framhald síðar.

2 ummæli:

Sandra sagði...

Ég er á lífi,og hef það mjög gott í langa kennarasumarfríinu ;-)
Held ég geti samt seint talist kjallararotta, en les bloggið þitt reglulega;-)
Kv, Sandra H

Heiða María sagði...

Já, "kommentið" stuðlaði bara svo vel við "kjallararottur" ;)