þriðjudagur, október 24, 2006

Fyrsta greinin mín í alþjóðlegu tímariti

Var að fá þær góðu fréttir að greinin okkar Árna og Jons Drivers hefur verið samþykkt til birtingar í Visual Cognition. Þetta hefur eflaust mikið að segja þegar kemur að því að sækja um skóla. Reyndar mun IIE, sem stendur fyrir styrknum sem ég fæ, velja skóla í samráði við mig og sækja um fyrir mína hönd. Svo ég veit ekki alveg hvernig ferlið verður.

Við erum síðan að leggja lokahönd á aðra grein sem við fáum vonandi birta líka.

1 ummæli:

Vaka sagði...

Til lukku, láttu okkur vita þegar hún kemur út :)