
Allir sem þekkja okkur Björn eru velkomnir í partý á NÆSTA LAUGARDAG. Mætið snemma, rétt eftir kvöldmat. Fólkið fyrir ofan okkur er búið að leggja blessun sína yfir þetta, en á samt sem áður krakka og við viljum ekki vera langt fram eftir nóttu.
Þema kvöldsins er gull. Takið þennan heiðursmann hér til hliðar til fyrirmyndar og mætið í einhverju gylltu eða með eitthvað gyllt. Bolla verður í boði, en fyrstur kemur fyrstur fær. Eflaust gott að taka með sér aukadrykki.
Sjáumst hress og glöð á laugardag ! Gengið er inn hjá bílskúr. Hægt er að ná í mig í síma 695-6845 og í Björn í síma 699-3595.
ATH: Breytt dagsetning! Þetta verður á laugardag en ekki föstudag, sökum þess að Björn þarf að halda erindi á ráðstefnu á laugardagsmorgunn og má ekki vera þunnur.
3 ummæli:
Ég mundi halda nokkur partý ef ég væri þið. Eitt fyir hvert tilefni :D Ekki eyða einhverjum 3-4 ástæðum fyrir fylleríi! hahaha
Hlakka til að koma og fagna með ykkur. Ég verð samt ekki alveg jafn mjó og kallinn á myndinni :( En finn vonandi e-ð bling
Mér sýnist gæinn á myndinni hafa dáið nokkuð sáttur með allt þetta glingur. Hann brosir allavega út að eyrum. Aldrei tekst mér að brosa svona fallega þegar teknar eru myndir af mér.
Sjáumst á laugardag.
Við Sara komumst því miður ekki. Erum að fara á árshátíð.
Skrifa ummæli