þriðjudagur, október 03, 2006

Stjórnarfundur coming up....

Við Sigríður skemmtanastjóri höfum nú skipulagt föstukvöldið fram í fingurgóma.

Fundarstaður verður Látraströnd 30, 170 Seltj.nesi og er mæting sem hér segir.
Stjórnarlimir: 18:30
Makar og rottur: 21:00

Dagskrá:
18:30 Fundur settur með fordrykk
19:00 Ávarp formanns
19:30 Kvöldverður
20:30 Önnur mál
21:00 Stjórnarfundi slitið

Pælingin er að stjórnin sameini fjárhag í mat og drykk en að annars sjái hver um sig.
Þar sem dóttir mín verður heima vil ég biðja fólk um að mæta ekki í flegna bolnum....

Eru ekki annars allir í stuði og til í tuskið? Ég sendi mail útaf matnum.

Chiao,
Hr. Formand

6 ummæli:

afg sagði...

Mér finnst vanta

Ávarp ritara: Framsóknarflokkurinn

Ávarp gjaldkera: Fjárhagsstaða stjórnar og áætluð EBIDTA

Sigga sagði...

Ohh hvað þetta verður gaman :)
Sérstaklega ávarp ritara. hehe
Mig langar einnig að bæta við að kl. 21.00 verði athöfn þar sem almenningur hyllir stjórnina. Þemað í hyllingunni gæti verið Róm til forna.
Nei verður nú gaman að rifja upp gullöld Animu með okkur í fararbroddi.
Hlakka rosalega til að sjá ykkur öll (limi sem aðra) á föstudaginn.

Lilja sagði...

Hvað með lukkudýrið, er einhver búinn að láta hann vita?

Lilja sagði...

E.s. hversu flegið er of flegið, herr Formaður? Það er ekkert gaman ef maður má ekki detta ofan í brjóstaskorur annarra (eða í þeim tilfellum sem það er hægt, manns eigin );)

Helga sagði...

Já ég hlakka til að sjá ykkur öll:)

Guðfinna sagði...

Ég kem... í rúllukragabol !!