Við Sigríður skemmtanastjóri höfum nú skipulagt föstukvöldið fram í fingurgóma.
Fundarstaður verður Látraströnd 30, 170 Seltj.nesi og er mæting sem hér segir.
Stjórnarlimir: 18:30
Makar og rottur: 21:00
Dagskrá:
18:30 Fundur settur með fordrykk
19:00 Ávarp formanns
19:30 Kvöldverður
20:30 Önnur mál
21:00 Stjórnarfundi slitið
Pælingin er að stjórnin sameini fjárhag í mat og drykk en að annars sjái hver um sig.
Þar sem dóttir mín verður heima vil ég biðja fólk um að mæta ekki í flegna bolnum....
Eru ekki annars allir í stuði og til í tuskið? Ég sendi mail útaf matnum.
Chiao,
Hr. Formand
5 ummæli:
Mér finnst vanta
Ávarp ritara: Framsóknarflokkurinn
Ávarp gjaldkera: Fjárhagsstaða stjórnar og áætluð EBIDTA
Ohh hvað þetta verður gaman :)
Sérstaklega ávarp ritara. hehe
Mig langar einnig að bæta við að kl. 21.00 verði athöfn þar sem almenningur hyllir stjórnina. Þemað í hyllingunni gæti verið Róm til forna.
Nei verður nú gaman að rifja upp gullöld Animu með okkur í fararbroddi.
Hlakka rosalega til að sjá ykkur öll (limi sem aðra) á föstudaginn.
Hvað með lukkudýrið, er einhver búinn að láta hann vita?
E.s. hversu flegið er of flegið, herr Formaður? Það er ekkert gaman ef maður má ekki detta ofan í brjóstaskorur annarra (eða í þeim tilfellum sem það er hægt, manns eigin );)
Ég kem... í rúllukragabol !!
Skrifa ummæli