þriðjudagur, september 26, 2006

Íslandsmeistaramót Nýhil í ömurlegri ljóðlist

Ég var að gúgla hann Karl Ægi Karlsson, svona eins og maður gerir stundum. Hann er sem sagt gaurinn sem heldur fyrirlesturinn í svefnrannsóknum á morgun. Rakst þá á þetta ágæta ljóð hans:

Ort við andlát Derrída:

Derrída.

Dáinn Derrída
Dáinn Derrídí

Og öll franskan
sem skil ekkert í

Dáinn, nema hvað
Og ekkert póstmódern við það.

Karl Ægir Karlsson


Sjá nánar: Nýhil.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta er ekki sami Karl Ægir. Fyrirlesarinn þinn var í sálfræði en þessi sem samdi ljóði um Derrida var í heimspeki, sem sagt óður til heimspekingsins Derrida

Nafnlaus sagði...

Júbbbbs, þetta er sami maðurinn: Sálfræðimenntaður taugavísindamaður, sjómaður, tónlistarmaður með fyrrum áhuga á heimspeki. Bendi á plötuna Rassagull og vísun í annan texta eftir Kalla á síðunni hjá Dr. Gunna.