mánudagur, september 25, 2006

Óvænt ánægja

Ég fékk senda afskaplega skemmtilega film noir teikningu í dag, fékk hana gegnum lúguna frá mér frá Santa Barbara í Kaliforníu. Ég var að sjálfsögðu sérlega ánægð en skildi aftur á móti hvorki upp né niður í því hvers vegna ég hefði fengið hana í pósti. Allt í einu rifjaðist upp fyrir mér þessi snilldar síða: Drawings by Mail. Fyrir henni stendur Mike nokkur Godwin, framhaldsnemi í myndlist, og virðist hann stunda það að senda teikningar til ókunnugs fólks sem fyllir rétt inn í reitina á síðunni hans. Ég hafði sem sagt fyrir nokkrum mánuðum síðan beðið hann um að teikna handa mér film noir scene, og hann hreinlega gerði það! Alveg hreint makalaust, að nenna að senda fólki víðs vegar um heiminn teikningar af því sem það vill. Frábært framtak. Ég er búin að reyna að senda honum tölvupóst með kærum þökkum og ég vona að þær komist til skila.

Engin ummæli: