miðvikudagur, september 06, 2006

Stjórnarfundur 6.okt !

Ákveðið hefur verið að boða til síðbúins stjórnarfundar að kvöldi föstudagsins 6.okt n.k.
Skyldumæting fyrir stjórnarmenn, velunnara gullaldarstjórnar animu og rottur okkar tíma.
Galopin og fljótandi dagskrá, commentið tillögur!

Takið kvöldið frá, nánar síðar......

Kjartan Formaður

11 ummæli:

Heiða María sagði...

Mér finnst alveg að gera megi mikið úr þessu kvöldi, og legg ég því til að fenginn verði maður sem leiðir okkur gegnum vínsmökkun :) Það er víst hægt að panta svona þjónustu heim.

Kjartan sagði...

Sammála, mér finnst vínsmökkunarleiðsögumaður nú alveg það minnsta... Tékkar þú á þessu Heiða?
Ég er að þróa uppskrift að "Kokteil Kvöldsins" sem verður ferskur en hvass og undir karabískum áhrifum.
Spurning um að Lilja komi í flegna kjólnum og Binni í blómabúningnum?

baldur sagði...

Mæli með að þú prófir eitthvað rammíslenskt líka, t.d. brennivín í malt. Ég fékk svoleiðis á kofanum einu sinni og kom það skemmtilega á óvart. 6 okt. er hér með frátekinn.

Heiða María sagði...

Ég skal athuga málið :)

Sigga sagði...

Ég er búin að setja inní outlookið að ég sé busy frá 19.00-03.00 :)
Verður sko stuð! spurning um að hafa stjórnarfund til að skipuleggja stuðið? :)

Borgþór sagði...

Snilld.. ég tek kvöldið frá

og víst það er vínsmökkun og læti er þá ekki bara sparifatnaður? jafnvel bara þema hvað segiði um charleston tímabilið?

Heiða María sagði...

Ég veit ekkert hvort þú sért að meina þetta, Boggi, en ég myndi taka þeirri áskorun :)

Borgþór sagði...

áhugamanneskja um charleston tímabilið?

að sjálfsögðu meina ég þetta.. spurning hvort aðrir séu jafn hressir á kantinum...

En brennivín í malt.. hljómar ekki svo illa.. gæti trúað að það væri jafnvel bara gott!

Lilja sagði...

Haaaaa, hvaða flegna kjól??

En ég er þokkalega búin að taka kvöldið frá. Enda kominn tími til að rotturnar hittist aftur.

Víhí

Andri Fannar sagði...

Ég kem ekki ef dorritt verður heiðursgestur.

Andri ritari

Borgþór sagði...

Jæja.. ég skal sjá um að afboða drusluna


En ég vænti þess að fá gríðarlega góðan pistil frá Ritara félagsins á kvöldinu.. heiðursræða jafnvel