laugardagur, september 02, 2006

Ótrúlega sorglegur fréttaflutningur af vísindum

Ég rakst á þessa mjög svo sorglegu frétt á bloggrúnti mínum. Verið var að segja frá greininni Neural correlates of a mystical experience in Carmelite nuns sem er í sjálfu sér mjög fyndið. Settu einhverjar nunnur í heilaskanna á meðan þær voru í tengslum við Guð og komust að því að fullt af heilastöðvum voru virkar. Greinarhöfundar segja sjálfir:
These results suggest that mystical experiences are mediated by several brain regions and systems.

Og hvernig er þessu svo slegið fram í íslenskum fjölmiðlum?
Ný rannsókn: Trú á æðri máttarvöld býr ekki í heilanum

Þetta er svo sorglega rangt að mig langar til að gráta.

Engin ummæli: