föstudagur, október 13, 2006

Orð dagsins

Gimbrarbót: Pjatla fest aftan á gimbrar til að varna því að þær lembist um fengitímann.

Úr Íslenskri orðabók (2002). Ristjóri er Mörður Árnason.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hvað er að lembrast?
Heiða, hin

Heiða María sagði...

Að lembast: Þegar kind verður ólétt (er með lambi).

baldur sagði...

Hver er samt tilgangurinn með því? Ég hélt að þeir sem stunda sauðfjárrækt vildu nú frekar en ekki að kindurnar eignuðust lömb. Er gimbur ekki annars bara að yfir kvenkyns kind? Ég lærði nefnilega ekki fyrr en ég var orðin frekar fullorðinn að sauður er ekki hvaða kind sem er heldur geldur hrútur. Þá var hlegið að kaupstaðarstráknum. Getur verið að ég þekki ekki heldur alla merkingu orðsins "gimbur"?

Heiða María sagði...

Jú, gimbur er (ung) kvenkyns rolla. Líklega vilja bændur ekki láta þær lembast svona ungar.