fimmtudagur, október 26, 2006

Þýðingarvesen

Sælt veri fólkið
Man einhver hvað er enska orðið yfir "stök" eins og orðið er notað í heimspeki? Hef ekki lesið neina heimspeki nýlega og er orðinn alvarlega ryðgaður í þessum heimspekiorðaforða.

6 ummæli:

baldur sagði...

Áttu við stak í mengi?

Heiða María sagði...

Item, unit, element?

Jón Grétar sagði...

Jább, stak í mengi

baldur sagði...

Ég reyni að hugsa málið. Spyr kannski bara magnús á eftir. Hann hlýtur að vita það.

baldur sagði...

Sigurður sagði mér að ef þú ert að tala um hvernig stærðfræðingar nota hugtök mengjafræði, þá er stak element, en eins og rökgreiningarheimspekingar tala um þetta datt Magnúsi í hug að þú værir kannski að leita að orðunum type (mengi) og token (stak). Hringir þetta réttum bjöllum?

Jón Grétar sagði...

Ach so!! Type token!! Takk Baldur og skilaðu þökkum til Magnúsar líka.