þriðjudagur, maí 01, 2007

Eftirlit með fréttum

Sælt veri fólkið

Eins og svo oft áður og svo margir aðrir þá er ég frekar pirraður á fréttaflutningi af vísindum á mbl.is og Morgunblaðinu. Við höfum reynt að kommenta á fréttirnar, senda bréf til ritstjórans en ekkert virðist duga og ekki er þetta að batna eins og sjá má á viðhorfi KGA um gen. Þar hélt hann því fram að norskir vísindamenn hefðu uppgötvað að kannski væru ekki til gen. Það sem hann gerði var að mislesa norska vefinn þaðan sem hann virðist fá allar sínar upplýsingar. Ég ætla ekki að fara í smáatriði, skoðið frekar athugasemdirnar á vefnum hans. http://kga.blog.is/blog/kga/

Nýjasti pistillinn er svo um "ritskoðun" en það er álit hans á því að vísindamenntað fólk ætti að skrifa um vísindi. Það er nokkuð ljóst að KGA fylgir þeirri ágætu heimspekistefnu póst módernisma sem því miður hefur verið nær algerlega gerð brottræk úr vísindum (undantekninguna er því miður að finna í sálfræði, atferlisfræði nánar tiltekið, í því sem kallast Relational Frame Theory).

Ég vill leggja eftirfarandi tillögu fyrir rotturnar: Við stofnum moggablogg og í hvert sinn sem inn dettur dularfull frétt um vísindi tengjum bloggið við fréttina eins og hægt er að gera. Allir sem áhuga hefðu myndu vera með aðgang að moggablogginu. Fyrirkomulagið yrði þá þannig að ef ég myndi vilja svara ákveðinni frétt myndi ég búa til svarið, senda á þá sem taka þátt, þeir myndu svara (peer review/ritskoðun) og eftir það myndi ég pósta svarið við greininni á bloggið. Það sem helst þyrfti að gera væri að benda á aðferðafræðilega galla í rannsóknum eða fréttum af rannsóknum, misskilning á hugtökum sem fram koma í fréttinni og svo túlkanir á afleiðingum tilraunanna eða næstu skrefum ("kortlagning ástarinnar lokið innan 5 ára").

Allavega, látið mig vita hvað ykkur finnst. Kannski er þetta bara eins og lemja hausnum við steininn og algerlega tilgangslaust :p

6 ummæli:

Heiða María sagði...

Þetta er alveg einstaklega algengt, því miður, og ég hef einmitt fylgst með vini okkar KGA og ekki alltaf verið hrifin. Ég styð Moggablogg um fréttir ef það er smekklega gert. Svo reyndar vorum við Guðmundur að tala um í gær að Res Extensa mætti skrifa í blöðin ef einhver stórmál kæmu upp sem fjölluðu um hug, heila eða hátterni (eigum við ekki bara að kalla þetta H3, sbr. the four F's? ;-)).

Jón Grétar sagði...

Ég er sammála um að Res Exstensa eigi að gera það, vera nokkurs konar Hugarlögga (ha! hljómar eins og eitthvað úr Orwell!).
Ef við gerum svona Moggablogg verðum við að vera stórkostlega málefnaleg, benda á greinar máli okkar til stuðnings og í alla staði haga okkur eins og við séum að skila inn ritgerð sem við ætlum okkur að fá 10 fyrir í kúrsi í sálfræðinni. Það má alls ekki falla í sömu gryfju og KGA gerði í síðasta pistli þar sem hann útskýrir alla gagnrýni með tilvísun í persónu þeirra sem gagnrýna hann en sleppir því algerlega að svara málefnalegri gagnrýni. Það á ekki að velta sér með svínunum, það á að éta þau!

Nafnlaus sagði...

Eiríkur skrifaði ansi gott svar hjá KGA þarna í lokin.

Það hefur áhrif ef þið getið fengið þetta í fjölmiðla og ef þetta er oft á forsíðu mbl.is þá virkar það á svipaðan hátt, margir fylgjast með því hvað fólk bloggar um fréttir. Morgunblaðið þarf að reyna að halda í vandaðan fréttaflutning því annars eru bara dánartilkynningarnar eftir í því blaði...

Líst vel á þetta með Res Extensa...

Lilja sagði...

Hmmm, ég veit að þetta kemur málinu varla við, en hvað er þetta með að "kortlagningu ástarinnar verður lokið innan fimm ára"?

Ég spyr vegna þess að ég er að fá bók senda sem heitir "Why We Love: The Nature and Chemistry of Romantic Love" eftir Helen Fisher sem er sögð vera helsti sérfræðingur heims um þetta efni og ég hefði því talið að það væri löngu búið að "kortleggja ástina".

(Og nei, þetta er ekki bók úr rauðu seríunni, heldur bók um m.a. taugaboðefni sem fara af stað þegar fólk verður ástfangið.)

Og já, mér líst líka á að tengja þetta við Res Extensa.

Nafnlaus sagði...

Þetta er allavega skemmtilegra en að lemja hausnum í stein...
En er þetta ekki einmitt eitt af því sem RE vill gera?
Sigga

Jón Grétar sagði...

Dæmið um "kortlagningu ástarinnar" var meint sem handahófskennt mögulegt dæmi um þá vitleysu sem kann að koma fram í visindafréttamennsku Morgunblaðsins. Óþarfi að taka það of bókstaflega ;)
Kemur mér líka ekkert á óvart að það sé búið að kortleggja ástina, þetta er jú auðskilgreinanlegt fyrirbæri með vel afmarkað atferlismynstur. Merkilegt að KGA skuli ekki hafa skrifað opnugrein í Lesbókina um þetta: "Ástareinkenni á póstmódernískum tímum: Þegar okkar dýpstu tilfinningar verða kortlagðar" eða álíka titill...