miðvikudagur, nóvember 29, 2006
Mólekúlajólakúla
Skemmtilegt orð, ekki satt? Einhvern tímann minntist ég hér á sameindaeyrnalokka, með uppáhalds taugaboðefninu manns. Nú er sama fólk farið að framleiða mólekúlajólakúlur. Sú í ár er helguð serótóníni, og við fylgjumst svo spennt með á næsta ári! Mér finnst þetta yndislega nördalegt og skemmtilegt, og hefði reyndar ekkert á móti því að eignast eina svona.
sunnudagur, nóvember 26, 2006
Tornado named Love
Baldur, hvernig er það, ætluðuð þið Bjarki ekki að taka upp snilldarslagarann A Tornado Named Love??! Ef þið hafið þegar gert það finnst mér að við kjallararottur ættum að fá að njóta þess ;)
miðvikudagur, nóvember 22, 2006
mánudagur, nóvember 20, 2006
Þreyttur nemandi
sunnudagur, nóvember 19, 2006
Þakka ykkur fyrir rottur
Ég átti alltaf eftir að þakka rottum formlega fyrir frábæra afmælisgjöf, svo kærar þakkir, vinir mínir. Ég þurfti að skipta bolnum þar sem hann passaði ekki og enginn var til í staðinn, en ég fékk í staðinn rosa fínan svartan og Heiðulegan bol sem smellpassar.
föstudagur, nóvember 17, 2006
Bókabrjálæði
Hef neyðst til þess að kaupa mér bækur undanfarið sem tengjast náminu og er að taka eftir því að þær virðast verða dýrari og dýrari eftir því sem lengra gengur í náminu. Hér er partur af innkaupalistanum mínum undanfarnar vikur
The War Between Mentalism and Behaviorism: On the Accessibility of Mental Processes (eftir William Uttal) sem var bara til í hardcover, er heilar 216 bls og kostar á amazon.co.uk 45.50 pund plús sendingarkostnaður.
Psychomythics: Sources of Artifacts and Misconceptions in Scientific Psychology (líka eftir Uttal). Sú bók kostar ekki nema 42 pund plús sendingarkostnaður, er bara til í hardcover og er heilar 205 bls.
Fisch and Spehlmann's EEG Primer: Basic Principles of Digital and Analog EEG. Þarna erum við með value, 642 bls af paperback á 55 pund plús sendingarkostnaður.
The New Phrenology: The Limits of Localizing Cognitive Processes in the Brain. Einungis 16 pund plús sendingarkostnaður og meira að segja 276 bls í paperback.
Þetta gera 158 pund plús sendingarkostnaður. Frrrábært. Hér eru heldur ekki taldar bækur sem ég keypti á fyrstu mánuðunum hérna en það er örugglega nær 300 pundum þar.
Langar samt að monta mig af því að ég borga enga skatta eða gjöld hér. Naní naní púpú!!
En eftir því sem maður fer lengra í náminu kosta bækurnar meira og minni líkur eru á því að bókasöfn hafi þær í hillu. Jafnvel þó að bókasöfnin hafi þær er betra að eiga þær sjálfur til að nota sem uppflettirit og tilvísanir. Það fylgir líka að eftir því sem bækurnar verða sérhæfðari verða þær líka dýrari af því að markaðurinn er minni fyrir þær og það þýðir meiri peningaútlát fyrir fólk eins og okkur. Rosalega er ég feginn að LÍN setur heilar 14000 kr í bókakaupalán á önn! Veit ekki af hverju ég er að deila þessum upplýsingum með ykkur, fannst þetta bara áhugavert... djöfull er ég sad!
Jæja gott fólk, er ykkur ekki farið að hlakka til að fara í rannsóknarnám :D
The War Between Mentalism and Behaviorism: On the Accessibility of Mental Processes (eftir William Uttal) sem var bara til í hardcover, er heilar 216 bls og kostar á amazon.co.uk 45.50 pund plús sendingarkostnaður.
Psychomythics: Sources of Artifacts and Misconceptions in Scientific Psychology (líka eftir Uttal). Sú bók kostar ekki nema 42 pund plús sendingarkostnaður, er bara til í hardcover og er heilar 205 bls.
Fisch and Spehlmann's EEG Primer: Basic Principles of Digital and Analog EEG. Þarna erum við með value, 642 bls af paperback á 55 pund plús sendingarkostnaður.
The New Phrenology: The Limits of Localizing Cognitive Processes in the Brain. Einungis 16 pund plús sendingarkostnaður og meira að segja 276 bls í paperback.
Þetta gera 158 pund plús sendingarkostnaður. Frrrábært. Hér eru heldur ekki taldar bækur sem ég keypti á fyrstu mánuðunum hérna en það er örugglega nær 300 pundum þar.
Langar samt að monta mig af því að ég borga enga skatta eða gjöld hér. Naní naní púpú!!
En eftir því sem maður fer lengra í náminu kosta bækurnar meira og minni líkur eru á því að bókasöfn hafi þær í hillu. Jafnvel þó að bókasöfnin hafi þær er betra að eiga þær sjálfur til að nota sem uppflettirit og tilvísanir. Það fylgir líka að eftir því sem bækurnar verða sérhæfðari verða þær líka dýrari af því að markaðurinn er minni fyrir þær og það þýðir meiri peningaútlát fyrir fólk eins og okkur. Rosalega er ég feginn að LÍN setur heilar 14000 kr í bókakaupalán á önn! Veit ekki af hverju ég er að deila þessum upplýsingum með ykkur, fannst þetta bara áhugavert... djöfull er ég sad!
Jæja gott fólk, er ykkur ekki farið að hlakka til að fara í rannsóknarnám :D
þriðjudagur, nóvember 14, 2006
Uss, uss, uss, vantar meiri umræður!
Nú hef ég verið að lesa bók sem heitir Visible Thought eftir Geoffrey Beattie. Þar er talað um að líta megi á handahreyfingar sem tungumál út af fyrir sig, og er þá átt við ósjálfráðar handahreyfingar sem eru gerðar þegar fólk er að tala. Beattie segir í bókinni að þær gegni því hlutverki að leggja áherslu á, skýra eða jafnvel neita orðunum sem verið er að segja. Nú beini ég spurningu til ykkar hinna, hvaða afstöðu þið hafið í þessu máli. Teljið þið að handahreyfingar segi eitthvað meira en orðin sem þið eruð að segja?
Ég vil jafnframt leggja áherslu á að hér er ekki átt við líkamstjáningu, sem almenningssálfræðin segir að gefi til kynna samband á milli fólks, og ekki táknmál heldur.
Ég vil jafnframt leggja áherslu á að hér er ekki átt við líkamstjáningu, sem almenningssálfræðin segir að gefi til kynna samband á milli fólks, og ekki táknmál heldur.
mánudagur, nóvember 13, 2006
sunnudagur, nóvember 12, 2006
Fylgst með innanfrumuferlum
föstudagur, nóvember 10, 2006
fimmtudagur, nóvember 09, 2006
Enn um þýðingar
Sælt veri fólkið. Aftur vantar mig þýðingaruppástungur. Skinner gerir greinarmun á mentalistum og cognitivistum í grein sinni "Why I am not a Cognitive Psychologist" (ekki alveg víst af hverju hann gerir þennan greinarmun) en mig minnir að bæði þessi hugtök, mentalist og cognitivist séu þýdd sem hugfræðingur. Er þetta misminni hjá mér? Ef svo er hafið þið hugmyndir að nýrri þýðingu á öðru hvoru hugtakinu?
þriðjudagur, nóvember 07, 2006
Deep Thoughts Contest
I gaze at the brilliant full moon. The same one, I think to myself, at which Socrates, Aristotle, and Plato gazed. Suddenly, I imagine they appear beside me. I tell Socrates about the national debate over one's right to die and wonder at the constancy of the human condition. I tell Plato that I live in the country that has come the closest to Utopia, and I show him a copy of the Constitution. I tell Aristotle that we have found many more than four basic elements and I show him a periodic table. I get a box of kitchen matches and strike one. They gasp with wonder. We spend the rest of the night lighting farts.
Deep Thoughts Contest.
mánudagur, nóvember 06, 2006
Nákvæmlega mín skoðun
Ég hef oft hugsað þetta en ekki komið almennilega orðum að því:
Ward, J. (2006). The student's guide to cognitive neuroscience. Hove og New York: Psychology Press.
Given that the whole brain is capable of [plasticity], one could regard learning and memory to be a feature of the brain as a whole rather than a specialized module or faculty.
Ward, J. (2006). The student's guide to cognitive neuroscience. Hove og New York: Psychology Press.
sunnudagur, nóvember 05, 2006
Myndir:)
Jæja ég er búin að setja myndirnar síðan í gær inn í möppuna okkar:) endilega skoðið þær http://public.fotki.com/Boggi/kjallararottur/afmli-heiu-maru/
Eins og sést hér að ofan má búast við öllu þegar rottunum er hleypt úr kjallaranum, hehe.
Kv Helga rebell
laugardagur, nóvember 04, 2006
fimmtudagur, nóvember 02, 2006
Rannísblaðið
Rannísblaðið er komið út. Ég hvet fólk til að renna í gegnum það, ýmislegt áhugavert leynist inn á milli.
Ný skipting Háskóla Íslands
Til stendur að skipta Háskólanum upp í nokkra skóla sem hver um sig hefur undir sér nokkrar deildir. Það er áhugavert að í tillögum verður sálfræðideild ekki undir félagsvísindaskóla heldur undir heilbrigðis- og lífvísindaskóla. Svona væru deildirnar líklega innan síðarnefnda skólans. Athugið að líka er talið koma til greina að sálfræði verði innan félagsvísinda.
-geisla- og lífeindafræði
-hjúkrunarfræðideild
-lyfjafræðideild
-læknadeild
-matvæla- og næringarfræðideild
-sálfræðideild
-sameindalífvísindadeild (með lífefnafræði)
-sjúkraþjálfunardeild
-tannlæknadeild
Mér finnst þetta nokkuð áhugavert og ég hef blendnar tilfinningar til þessarar skiptingar. Þetta gæti ýtt undir þá hugmynd að sálfræði sé bara klínísk sálfræði, en á hinn bóginn gæti verið að hún fái meiri peninga til að athafna sig þegar hún er í skóla með þessum greinum.
-geisla- og lífeindafræði
-hjúkrunarfræðideild
-lyfjafræðideild
-læknadeild
-matvæla- og næringarfræðideild
-sálfræðideild
-sameindalífvísindadeild (með lífefnafræði)
-sjúkraþjálfunardeild
-tannlæknadeild
Mér finnst þetta nokkuð áhugavert og ég hef blendnar tilfinningar til þessarar skiptingar. Þetta gæti ýtt undir þá hugmynd að sálfræði sé bara klínísk sálfræði, en á hinn bóginn gæti verið að hún fái meiri peninga til að athafna sig þegar hún er í skóla með þessum greinum.
miðvikudagur, nóvember 01, 2006
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)