mánudagur, nóvember 06, 2006

Nákvæmlega mín skoðun

Ég hef oft hugsað þetta en ekki komið almennilega orðum að því:
Given that the whole brain is capable of [plasticity], one could regard learning and memory to be a feature of the brain as a whole rather than a specialized module or faculty.

Ward, J. (2006). The student's guide to cognitive neuroscience. Hove og New York: Psychology Press.

29 ummæli:

Jón Grétar sagði...

Eins og einhver sagði svo gáfulega einhverntíman.... Dööööööööhhhhhhhhhhhhhhh!!!!!!
Kíkið á greinar eftir William Uttal sem kallar modularisma ekkert annað en nýja phrenologiu.

http://www.columbia.edu/cu/psychology/courses/1010/mangels/Uttal.html

Lilja sagði...

Það sem mér finnst athyglisvert í þessari umræðu, er að þetta vekur upp vangaveltur (a.m.k. hjá mér) hvort hægt sé að þjálfa aftur upp hegðun sem hverfur við heilaskemmdir. Ég hef alltaf hallast að því að heilinn væri ein heild sem ynni úr upplýsingum, frekar en að hver staður sæi um sig. Því finnst mér svona "netfræði" benda til þess að möguleikinn fyrir endurþjálfun sé fyrir hendi.

Jón Grétar sagði...

Ja, Gabríela hefur nú einmitt verið að vinna að því að endurhæfa heilabilaða sem misst hafa málið og það held ég að hafi gengið ásættanlega.

Einn kennari hér í deildinni (Mark Elliot, því miður ekki atferlisfræðingur...ennþá) er með sjúkling/viðfang/þátttakanda sem fékk heilablæðingu og missti stóran hluta af sjónsviði á öðru auganu. Sá hefur sýnt takmarkaða endurhæfingu sem virðist ganga (að einhverjum hluta a.m.k.) til baka milli sessions.

Þar að auki eru dæmin af heilaskemmdu krökkunum sem virðast standa sig ágætlega ef heilinn í þeim skemmist snemma.

Þannig að það eru nokkur dæmi um endurhæfingu eftir heilaskemmdir.

Heiða María sagði...

Það er bæði jafn rangt að halda fram algjörri skiptingu og algjörri samhæfingu heilans. Vissir hlutar heilans sjá klárlega meira um tiltekna eiginleika, en ekki er þar með sagt að þær stöðvar séu gjörsamlega einangraðar.

Það er margsannað að heilinn er mótanlegur og við skemmdir geta oft aðrir hlutar tekið við hlutverki skemmda svæðisins.

Árni Gunnar sagði...

Getum við ekki sagt að module sé gagnlegt hugtak, en ekki algilt hugtak. Nú er mjög gagnlegt að vita hvernig algengasta skipan heilastöðva er háttað.

Það er ekki fyrr en fólk fer að láta eins og þetta séu sérstakir örgjörvar sem sjái einir um eina tegund verkefna (eða eina verkefnakategóríu) sem module er orðið húmbúkk. Og þá fáum við einmitt phrenólóga sem vilja skýra alla mannlega hegðun út frá 10 fMRI rannsóknum.

Ég held að eitthvað sem við gætum kallað soft, eða flexible, modularism sé langt frá því að vera phrenológía og mjög gagnleg.

Lilja sagði...

Ég vissi svo sem fyrirfram að það eru til rannsóknir sem sýna fram á endurhæfingu hreyfinga (þó að sjónsviðsendurhæfingin er ný í mínum eyrum/augum).

Ég var þó einnig að velta fyrir mér endurhæfingu á minni og persónuleika. Nú þekkjum við öll dæmið um manninn sem fékk stálbitann í gegnum hausinn á sér og breytti algerlega um persónuleika (spurning um að endurhæfa hæfileika minn til að muna nöfn, sem er frekar slæmur). Það má velta fyrir sér hvort það hefði verið hægt að fá gamla persónuleikann til baka einhvern veginn, þar sem "netfræðin" virðist benda til þess að minni og persónuleiki byggist frekar á samstarfi taugafruma heldur en heilastöðva.

Lilja sagði...

Frh. Og þar af leiðandi gera ráð fyrir að það hefði mátt endurheimta persónuleikann með því að mynda ný tengsl á milli frumanna. En nú er ég reyndar að gefa mér það að hægt sé yfirleitt að mynda ný tengsl á gamals aldri (ja, eða eldra en tvítugt).

Heiða María sagði...

Ég er nokkuð viss um að heilinn geti myndað ný tengsl á milli taugafrumna, en þá er bara spurningin hvort með einhverjum hætti sé hægt að fá hann til að mynda réttu tengslin aftur.

Jón Grétar sagði...

Ja, sko... endurhæfingu á minni og persónuleika já. Það eru einmitt uppáhalds hugtökin mín.

Varðandi modularisma þá verðum við auðvitað að hafa ýmislegt í huga. Fyrst af öllu hvaða function erum við að tala um? "Einfalda" sjónskynjun, rökhugsun eða reasoning? Hin einfaldari function eru að öllum líkindum meira modular en hin flóknari eins og occipital lobe hvað varðar sjón.

Svo kemur að því sem bæði Uttal og Churchland hafa bent á, construct validity. Er það alveg víst að hugtök sem vísa til frammistöðu (hegðunar) eigi beina samsvörun í heila? Auðvitað er einhver virkni og hana er sjálfsagt að kortleggja en það er ekki þar með sagt að þú sjáir neurotic virkni í heilanum af því að einhver sýnir neurotic hegðun. Í öllu falli er það léleg aðferðarfræði að byrja rannsóknina sína á því ganga út frá því að hugtökin séu til eins og fMRI rúnkararnir gera alltaf. Þeir eru að reyna að finna ákveðið cognitive function og localísera það svo af því að heilin virkjast við það að fólk leysir ákveðið task. Surprise.

Í fyrri commenti (ekki á þennan póst) benti ég á grein eftir Uttal sem súmmerar þetta ágætlega saman. Tékkið á því, maðurinn er ögn betur máli farinn en ég :)

baldur sagði...

Ævinlega velkominn Jón. Þarna finnst mér ég kannast við þig.

Ég verð nú samt að segja að þótt ég sé orðinn tölvuert harðari behavioristi en þegar við töluðum síðast saman eitthvað að ráði, þá er ég ekki kominn alveg þangað að ég haldi að orð eins og taugaveiklun, minni og fleira vísi ekki til einhvers. Ég fæ ekki betur séð en að við einmitt munum hluti (misvel) og við höfum tiltölulega stöðugar tilhneiginar (sennilega var aldrei neinn ágreiningur okkar í milli um það). Það að ólíklegt sé að nokkurn tímann finnist bein samsvörun í heila, er einmitt til marks um að þetta séu ómissandi hugtök sem verður ekki útrýmt og að erfiðlega muni ganga að smætta þau.

Ég tek hins vegar undir með þér að þetta eru hugtök sem vísa til hegðunarflokka (kannski er það eina mögulega smættunarleiðin) og því lít ég nú frekar á þetta sem hentug summary labels yfir hegðun svo ég noti gamalkunnugt orðalag. Nóminalismi um þessi hugtök sýnist mér einmitt vera það eina rökrétta miðað við það sem við þykjumst vita, meðal annars um heilann.

Þó ég hafi ekki orðað það beint ennþá, þá held ég að ég hafi hérna skuldbundið mig til að hafna módúlarismanum líka. Ég held að mér sé alveg stætt á því þótt til sé heilastrúktúr sem heitir dreki. Því eins og Heiða segir þá er hann ekki einangraður og myndi ekki gera shit ef hann væri ekki í stöðugum tengslum við flesta aðra strúktúra í heilanum. Þar með er maður heldur ekki að segja að drekinn sé ekki til eða að hann hafi ekki sérhæft hlutverk.

Heiða María sagði...

Ég skrifaði um daginn svar þessu tengdu, sjá hér ef þið hafið áhuga: http://visindavefur.hi.is/?id=6178

Lilja sagði...

Ég held að við getum öll gefið okkur að öll hegðun eigi uppruna sinn í heilanum, því þaðan koma jú taugaboðin sem stjórna henni, og þó að "minni" eða "persónuleiki" komi fram sem hegðun þá er ekki þar með sagt að hegðunin eigi ekki samsvörun í heilanum, því enn og aftur, þaðan koma jú taugaboðin.

Ég er hins vegar sammála því að það myndi kannski ganga erfiðlega að finna module í heilanum fyrir "ást", "minni" "neurotic" og "persónuleika". Nominalismi á kannski einmitt heima hér þar sem þessi hugtök lýsa ákveðinni hegðun þó að hún geti verið mismunandi milli einstaklinga. Þessi hegðun hlýtur þó alltaf að eiga uppruna sinn í heilanum og er skipulögð þaðan.

Hvort þessi virkni er alltaf eins á milli fólks er vafamál, en það þýðir ekki að hún sé ekki til. Fjölbreytileikinn og erfiðleikarnir við að finna eitthvað ákveðið module finnst mér einmitt benda til þess að það eru margir möguleikar á tengslum milli hegðunar. Þar af leiðandi ætti að vera hægt að þjálfa aftur upp "minni" eða "persónuleika" ef taugafrumur bjóða upp á það.

Jón Grétar sagði...

Nei Lilja, við getum ekki öll "gefið okkur að hegðun eigi uppruna sinn í heilanum". Einungis róttækir cognitivistar myndu segja það. Meira að segja Paul Churchland í bók sinni Engine of Reason, Seat of the Soul segir að hegðun eigi "auðvitað uppruna sinn í umhverfinu" það sé hins vegar heilinn sem orsaki hegðun. Þarna sést vel hin mechaníska heimssýn vísindanna (sem mér er svo vel við).

Þetta er í raun gamla Skinneríska dæmið um áhrif umhverfis. Hugsum okkur manneskju sem er í algeru skynjunarsvelti, fær ekki hljóðáreiti, sjónáreiti eða snertiáreiti. Algert sensory deprivation sem sagt. Ég held að við getum sagt með nokkurri vissu að lítið yrði um hegðun hjá þessu greyi. Sú hegðun sem Greyi myndi sýna væri hægt að rekja til þróunarsögu (umhverfisáhrifa). Hins vegar er það rétt að proximal cause þeirrar hegðunar sem Greyi sýnir er heilinn. Hins vegar yrði öll önnur hegðun án mikils efa rakin til þróunarfræðilegra þátta. Greyi myndi væntanlega þreyfa fyrir sér og reyna að kanna umhverfi sitt á einhvern hátt. Að þreyfa fyrir sér er viðbragð sem lífverur sýna vegna þess að gera slíkt hjálpar þeim að kanna umhverfi og eykur þar með afkomumöguleika þeirra. Hins vegar er ljóst að í algeru sensory deprivation myndi Greyi bráðlega hætta að þreyfa þar sem hann fengi ekkert feedback (engin styrkir).

Að lokum aftur að athugasemd Lilju um "uppruna" hegðunar. Gæti verið að þú hafir átt við að hegun er orsökuð í heilanum? Ég held að allir samþykki það, Skinner sagði það meira að segja í Science and Human Behavior (kaflanum sem var lesinn í Forsendunum), About Behaviorism og mörgum fleiri stöðum. Ég skal alveg kaupa það.

Heiða María sagði...

Þetta finnst mér nú óþarfa hártoganir, auðvitað á hegðun uppruna sinn í heilanum, og með því er maður ekkert að meina að hún spretti þar upp án allra tengsla við umhverfið... Ég held að enginn haldi því fram, þetta er bara spurning um orðalag.

Jón Grétar sagði...

Ég myndi ekki kalla þetta óþarfa hártoganir. Ef þú heldur þig við það að segja að hegðun eigi uppruna sinn eða sé á einhvern hátt skýrð eingöngu með vísun í heilastarfsemi gleymirðu öllu samhengi og function hegðunar og það er nákvæmlega það sem cognitivistar gera svo oft, sérstaklega fMRI/EEG/PET fólkið. Ég ætla að ganga svo langt að segja að heilamyndum, hvað sem hún nefnist, er vita gagnslaus í rannsóknum í cognitive rannsóknum ef ekki er höfð að leiðarljósi functional hegðunarsálfræði. Sú functional sálfræði þarf ekki að vera róttæk atferlisstefna, hvaða functional analysis á hegðun sem er ætti að duga. Án slíkrar sálfræði höfum við í fyrsta lagi sáralitla hugmynd um hvernig hegðunin sem við erum að skoða varð til og í annan stað getur virknigreiningin hjálpað okkur að forðast að skoða hugtök sem aldrei munu eiga nokkra samsvörun í heilanum. Í stuttu máli, þetta er góð aðferðafræði.

Heiða María sagði...

Ég held bara að fMRI/EEG/PET fólkið gefi sér oft það sem þú vilt einhvern veginn segja berum orðum. Það er heldur ekki þannig að eitthvað sé bara rannsakað með heilaskimun eða öðru slíku, það eru notaðar alls konar aðferðir og það styrkir það sem verið er að segja ef þær benda allar í eina átt.

Jón Grétar sagði...

Hvað áttu við að fólkið gefi sér það sem ég vill segja berum orðum (en segi væntanlega ekki þar sem ég vill bara segja það). Þú "gefur þér" ekki virknigreiningu, þú framkvæmir hana og ég hef aldrei nokkurn tíman séð neitt sem líkist virknigreiningu nema kannski þegar atferlissinnarnir nota styrkingarskilmála. En það er kannski akkúrat vandinn við MRI/EEG/PET rannsóknir, þeir gefa sér bara að þetta sé allt í góðu (hugtökin hljóta að eiga sér samsvörun af því að....??)

Rannsóknirnar benda heldur ekki allar í eina átt. Vinnsluminni hefur t.d. verið staðsett í öllum hvelum í mismunandi rannsóknum og margar þeirra staðhæfa að þar sé staðsetning vinnsluminnis fundin. Er virkilega ekkert að því? Gæti verið að hér sé kannski smávægilegur aðferðafræðilegur galli? Eða kannski er hugtakið ekki nægilega vel skilgreint? Ég myndi hallast að því síðastnefnda.

Heiða María sagði...

Ég er kannski að misskilja hvað þú átt við með virknigreiningu. Í svona rannsóknum er yfirleitt hegðun borin saman við heilastarfsemi, svo í einhverjum skilningi er það virknigreining eins og ég hélt að þú meintir. Mættir útskýra þetta aðeins nánar.

Ég er að vissu leyti sammála þér með vinnsluminnið og held að það sé ekkert eitt entity, og margir sem eflaust eru sammála mér um það -- líka innan cog. sci.

Jón Grétar sagði...

Ég held að við séum allavega nær því að vera sammála en ósammála þegar öllu er á botnin hvolft :) Virknigreining er (skv Pierce og Cheney):

"An analysis of behavior in terms of its products or consequences."

Þetta er það sem helst aðgreinir atferlisfræði frá öðrum greinum sálfræði. Í stað þess að vera með hugtök sem eiga sér hugsanlega ekki stoð í raunveruleikanum er horft á hegðun og fundið út hverjar afleiðingarnar eru og líka við hvaða aðstæður hegðunin kemur fram. Hegðunin er því flokkur í sjálfu sér.

Sem betur fer er cog sci fólk að gera sér grein fyrir þessu, en milljónum er engu að síður eytt á ári hverju í rannsóknir sem reyna að staðsetja hinar ýmsu functions eða cognitive modules þegar við höfum nokkur góð dæmi (t.d. vinnsluminni) um það að við ættum að forðast slíka kortagerð.

Meðan ég er að þessu, takk fyrir fjörugar umræður, svona á þetta að vera! :D

Lilja sagði...

Svona til þess að útskýra, þá átti ég auðvitað við að hegðun er orsökuð í heilanum.

Annars þakka ég bara líka fyrir mig, það er gaman að taka þátt í svona umræðum.

Árni Gunnar sagði...

Mér finnst eins og Jón Grétar sé að gleyma því að það eru ekki allir sálfræðingar í sömu leit.

Rannsóknir á virkni heilans, hvort sem það eru rannsóknir á heilasködduðum eða heilbrigðum við lausn ýmissa verkefna hefur gefið mynd af virkni heilans sem hafa skipt verulegu máli í læknisfræði, og eiga sennilega eftir að skipta enn meira máli ef stofnfrumur verða nýttar til lækninga hjá heilasködduðum.

Það er ekki forsenda sálfræðirannsókna að leita sannleikans um hugann eða frelsa heiminn frá Kartískri tvíhyggju. Ég vona að einhverjir haldi því áfram, en það er vel hægt að vinna innan greinarinnar án þess að leysa öll vandamálin fyrst. Newton var merkilegur vísindamaður fyrir og eftir afstæðiskenninguna.

Ef enga pragmatista væri að finna innan sálfræðinnar væru styrkir til rannsókna væntanlega ekki miklir. Greinar sem skila litlum sýnilegum arði enda í hrörlegum kompum Árnagarðs.

Þegar verið er að skoða heilaskaddaða sjúklinga skiptir máli að vita hvers konar próf á að leggja fyrir sjúklinginn, hvaða hegðun á að veita athygli og reyna að þjálfa upp aftur. Staðsetning heilaskaðans og þekking á algengustu virkni á staðnum getur þar skipt miklu máli.

Nethyggjan hefur líka nýtt sér þekkingu á heilanum til að líkja eftir hegðun með forritum, sem svo má nýta til ýmissa verka.

Efna- og eðlisfræðingar halda áfram að vera góðir vísindamenn þrátt fyrir skammtafræðina. Enn er hægt að rafgreina vatn og framleiða þannig vetni, og þrátt fyrir allt saman er hægt að skjóta gervihnöttum nákvæmlega á sporbaug um jörðu.

Jón Grétar sagði...

Nei, ég nú einmitt ekki gleymt því að ekki eru allir sálfræðingar að leita að því sama. En hér höfum við verið að ræða um þá rannsóknaraðferð og þann fyrirfram ákveðna sannleik sem vísindamenn í heilavísindum vinna eftir, að æðri hugarstarfsemi sé staðbundin og að einstaka svæði heilans "sjái um" eða "orsaki" þá hugarstarfsemi sem um ræðir.

Auðvitað eru öll þessi tæki (EEG, PET, MRI) bráðnauðsynlegt þegar við viljum sjá hvar heilaskemmdir hafa orðið og ég hef aldrei haldið öðru fram og reyndar aldrei farið í þá umræðu þar sem mér fannst það segja sig sjálft. Ég tek hjartanlega og innilega undir með Árna Gunnari líka þegar hann minnist á stofnfrumurannsóknir, þessi tæki munu verða okkur mikill fjársjóður í endurhæfingu síðar meir.

Hins vegar finnst mér einhverjar villigötur vera í kortunum þegar kemur að umræðunni um pragmatisma. Ég held að fáar stefnur innan sálfræði hafi lagt eins mikla áherslu á hagnýtingu og atferlisfræðin og frá þeim ranni kemur þessi gagnrýni að mestu. Án þess að vilja fara á eitthvert heimspekilegt fyllerí myndi ég nú samt segja að ef við nálgumst "sannleikan um hugan" (hugur = heili) hlýtur það að liggja í rökréttu framhaldi að það verður auðveldara að lækna þá sem hafa einhvers konar skemmdir eða sjúkdóm í huga/heila. Það er engin háflugsheimspeki sem liggur þar að baki. Kartísk tvíhyggja er svosem angi af sama meiði, ef orsakaskýringar okkar á hugrænum ferlum eru kartískar þá hljóta allir, að minnsta kosti þeir sem eitthvað hafa lagt til málanna hér, að sjá að þær skýringar eru rangar. Ef þær skýringar eru rangar nálgumst við ekki sannleikann um hugann/heilan og erum þar af leiðandi illa í stakk búin til þess að hjálpa þeim sem eiga við hugræn/heila vandamál að stríða.

Mér sýnist líka á athugasemd Árna Gunnars að hann haldi að ég hafi eitthvað á móti þessum undursamlegu tækjum. Þvert á móti. Mín rannsókn er á rafvirkni í heila og ég nota EEG til þess að mæla þá virkni. Það væri því tvískinnungur af versta toga af mér ef ég væri á móti notkun þessara tækja. Það eina sem ég er að benda á er að við þurfum að vanda hugtakasmíðina og ekki búa til eitthvað ofanáliggjandi apparat sem heitir hugur þegar við erum að skoða heila. Það er kartismi og hjálpar okkur sáralítið við að skilja heilann, kostar formúgu af peningum sem nota mætti í hagnýtar rannsóknir og til þess að hjálpa fólki sem virkilega á við vandamál að stríða.

baldur sagði...

Fyrst að Jón er nú búinn að skerpa á því að hann er í sjálfu sér ekki að gangrýna neitt annað en óvandaða hugtakasmíð, þá langar mig til að taka undir með honum hversu alvarlegt það er í raun. Það er almenn tilhneiging innan hugræði að falla í hómúnkulusinn og tvíhyggjuna þegar þeir koma með þessi hugrænu hugtök um þetta. Hvatinn þar virðist einhvern veginn vera einhver andsmættunarhyggja, að hugurinn sé svo flókinn að við getum ekki dregið hann svo harkalega niður á jörðina að fara að gera grein fyrir þessu á einhverju molecular level. Vandinn við þessa aðferð er hins vegar sá að þá erum við einfaldlega farin að kalla þetta eitthvað cognitive (í staðinn fyri mental) sem segir okkur ekkert meira um það hvernig hlutirnir virka. Information processing er líking en ekki hugtak sem skýrir eitthvað. Þar erum við lent í því að færa vandann til án þess að leysa hann. Information processing þarfnast sjálft skýringar. Við erum ekki búin að gera neitt annað en að gefa vandanum nýtt nafn. Megin pointið hérna virðist mér nú vera sú tilhneiging að beita því fyrir sér, að fyrirbæri séu flókin, sem afsökun fyrir því að leita ekki skýringa. En er það ekki einmitt vegna þess að fyrirbæri eru flókin sem við þurfum að leita skýringa?

Árni Gunnar sagði...

Ef þú ert að beina information processing hlutanum til mín, þá langar mig að taka fram að ég var að tala um hvernig þekking á heilanum hefur verið hvatinn að líkönum sem eru nothæf í t.d. tölvuverkfræði og tölvunarfræði (Jörgen nefndi dæmi um hvernig námslíkön í Undergroundi London áætlar mannfjölda og tíðni ferða í framhaldi af því).

Ég var aldrei að gefa í skyn að sannleikurinn væri í nethyggjunni.

En stendur það ekki behaviorismanum fyrir þrifum að einhver vinni í molar-laginu? Hvað ætlarðu að smætta ef allt er í öreindum? Og er yfirleitt hægt að búa til læsilegar skýringar þegar eingögnu er unnið með mólekúl?

Jón Grétar sagði...

Árni Gunnar, ég verð að viðurkenna að ég skil ekki alveg hvað þú átt við í síðustu athugasemd en ég skal svara eftir bestu getu.

"En stendur það ekki behaviorismanum fyrir þrifum að einhver vinni í molar-laginu?"

Atferlissinnar sjá lítið að einhvers konar smættun, svo lengi sem hugtökin eru gild. Atferlissinnar frá Skinner í gamla daga og að Donahoe og Sidman í dag hafa bent á nauðsyn þess að skoða lífeðlisfræði skilyrðingar. Og hvað áttu við með "molar-laginu"? Það er bæði hægt að gera molar og molecular greiningu á hegðun og oft umdeilt innan atferlisfræði hvor greiningin á við. Áttu kannski við molar lagið sem hegðun en molecular sem líffræði?

"Hvað ætlarðu að smætta ef allt er í öreindum? Og er yfirleitt hægt að búa til læsilegar skýringar þegar eingögnu er unnið með mólekúl?"

Ég verð að segja að mér finnst þessi málflutningur frekar question begging. Er ekki í raun bara verið að segja: "Ef þú veist ekki hvað hægt er að gera við hugsanlegar niðurstöður rannsóknarinnar þinnar, ekki gera hana". Er hægt að búa til læsilegar skýringar? Það hlýtur að fara eftir því hvað þú ætlar að gera við skýringarnar. Ertu að tala um atferlisþjálfan í skólastofunni? Lyfjafræðinginn sem þarf að vita með nokkurri nákvæmni stöðu heilaboðefna? Er kannski um að ræða líffræðing sem vill freista þess að laga skemmdir í heilanum með stofnfrumum? Hver um sig hefur mismunandi skýringar fyrir það sem hann er að vinna með en allir eru að vinna með hugtök sem eru fullkomlega gild og eiga sér stoð í raunveruleikanum: hegðun, heilaboðefni og frumuuppbyggingu. Engir draugar í vélinni hérna.

Árni Gunnar sagði...

Ég var einfaldlega að spyrja Baldur út í þessa málsgrein:
Hvatinn þar virðist einhvern veginn vera einhver andsmættunarhyggja, að hugurinn sé svo flókinn að við getum ekki dregið hann svo harkalega niður á jörðina að fara að gera grein fyrir þessu á einhverju molecular level.

Enn er ég að verja pragmatíska taugalífeðlisfræði. Heilinn er svo flókinn að það verður ekki gerð skýr grein fyrir honum í nútíma eða á næstu árum. Það er auðvitað ekki afsökun fyrir rangri hugtakanotkun, en það er afsökun fyrir lýsandi nominalisma.
Svona er hægt að halda á lofti lýsandi modularisma, þar sem kortlagning heilans fer fram, en af skynsemi, þar sem enginn þarf að gera ráð fyrir central processing homunculus eða sérhæfðum örgjörvum sem hver og einn hefur eitt afmarkað feedforward hlutverk.

Það að einhverjir láti eins og fífl, skelli þróunarskýringum og sérhæfðum hlutverkum á hvert einasta nes og gil heilans, útilokar ekki vandaða hugfræði á molar-level.

baldur sagði...

Árni Gunnar, nei ég var ekki að beina information processing dótinu neitt sérstaklega til þín (enda hefur þú ekkert sérstaklega tjáð þig um það) heldur einfaldlega að benda á það sem þú virðist vera alveg sammála þegar þú segir: "Það að einhverjir láti eins og fífl, skelli þróunarskýringum og sérhæfðum hlutverkum á hvert einasta nes og gil heilans, útilokar ekki vandaða hugfræði á molar-level." Ég held ekki að nokkur maður hafi útilokað vandaða hugrfræði. Ágreiningurinn snýst miklu frekar im það í hverju vandvirkni felst.

Ég var með öðrum orðum að benda á að þó að við búum til nýtt orð yfir hugsun erum við engu nær því að skýra það sem til stóð, þ.e. hugsun. Það er svolítið þannig sem ég skildi Jón með það að við ættum ekki að gefa okkur "eitthvert ofanáliggjandi apparat sem heitir hugur þegar við erum að skoða heila". Ég tek undir það með honum og ef við ætlum okkur að finna einhverja samsvörun þar á milli þannig að við getum sagt með góðu móti að heilastarfsemi geri grein fyrir hugsun, þá þarf hugtakanotkun sem útskýrir tengslin að vera gild, og við höfum allt of oft enga ástæðu til að ætla að hugtakaforði hugfræðinnar sé nokkru nær því heldur en mentalísku hugtökin sem við notum í daglegu máli, og því hafa þessi hugtök enga réttlætingu.

Hins vegar var ég að renna yfir þessar umræður allar rétt í þessu og mér sýnist nokkrir ólíkir debattar vera hér á ferð. þannig getur maður tekið afstöðu í einum þeirra án þess endilega að skuldbinda sig fullkomlega í öðrum. Þess vegna velti ég því fyrir mér hvort verið getur að við séum stundum að þræta um eitthvað sem enginn raunverulegur greiningur er. Til dæmis virðist ég vera búinn að taka ansi eindregna afstöðu með jóni í mörgum efnum hérna án þess að vera viss um að skilja hann í einu. Ég gæti því tekið afstöðu með öðrum í því tiltekna efni ef ég fengi útskýringu sem ég get ekki fallist á.

Þess vegna langar mig til spyrja þig út í eitt Jón. Þar sem þú leggur áherslu á virknigreiningu sýnist mér þú gera það á nokkuð heimspekilegum forsendum. Þ.e. að íbyggnin sem er fólgin í þeirri hegðun sem við eignum sálarlífi okkar verður ekki skýrð nema með tilvísun í áhrif hegðunarinnar á umhverfið (og áhrif umhverfisbreytinga á hvort hegðunin endurtaki sig). Og hugsanlega geti verið að taka þurfi tillit til þessa alls þegar við reynum að kortleggja hugarstarfið í heilanum því functional tengsl geti haft áhrif á hvernig þetta birtis í heilavirkni. Af þessum ástæðum sé því mikilvægt að gera greinarmun á nálægum orsökum og þeim fjarlægari, og engin hártogun þegar þú segir að hegðun sé ekki skýrð með heilanum en við getum öll fallist á að hún sé orsökuð þar. Er ég far off?

Ég bendi á þetta atriði því ef ég misskil hann get ég ekki tekið afstöðu í þessu en tel mér þó stætt á því að taka afstöðu í öðrum debatt um mikilvægi hugtakanotkunar og módúlarisma og svoleiðis. Ég held við þurfum aðeins að fara að sortera þessar umræður og skýra út hvaða debatt við erum að tjá okkur um.

Árni Gunnar sagði...

Það væri ágæt regla að hafa 30ustu hverja færslu sorteríngu. Sennilega yrði þeirri reglu þó beitt jafn oft og málsskotsréttinum.

Jón Grétar sagði...

Baldur, þú skildir mig rétt þegar þú sagðir:

"Af þessum ástæðum sé því mikilvægt að gera greinarmun á nálægum orsökum og þeim fjarlægari, og engin hártogun þegar þú segir að hegðun sé ekki skýrð með heilanum en við getum öll fallist á að hún sé orsökuð þar."

Þetta er í kjarninn í róttækri atferlisstefnu eins og ég skil hana. Ég er líka sammála Árna Gunnari að 30. hver færsla mætti vera súmmering, sérstaklega ef við höldum áfram að vera með svona áhugaverðar umræður!