miðvikudagur, nóvember 29, 2006

Mólekúlajólakúla

Skemmtilegt orð, ekki satt? Einhvern tímann minntist ég hér á sameindaeyrnalokka, með uppáhalds taugaboðefninu manns. Nú er sama fólk farið að framleiða mólekúlajólakúlur. Sú í ár er helguð serótóníni, og við fylgjumst svo spennt með á næsta ári! Mér finnst þetta yndislega nördalegt og skemmtilegt, og hefði reyndar ekkert á móti því að eignast eina svona.

4 ummæli:

Jón Grétar sagði...

Hvar finnurðu þetta dót Heiða!!? Þetta er alger snilld!

Heiða María sagði...

Hahaha, já, ég eyði líklega allt of miklum hluta tíma míns á netinu. :)

Heiða María sagði...

Aðeins meira um forsögu þessa verkefnis hér. Listamaðurinn er víst Ph.D. í sameindalífeðlisfræði frá Yale.

Árni Gunnar sagði...

Eftir 20 ár af hneykslun á frænku minni, sem safnar þessum hefðbundnu gull jólaskreytingum (minnir að þær séu danskar og koma út árlega), hef ég allt í einu nýja virðingu fyrir jólunum.

Minnir að GABA hafi heillað mig mest í eyrnarlokkunum. Vonandi verða jólin 2007 GABA-jól.