föstudagur, nóvember 17, 2006

Bókabrjálæði

Hef neyðst til þess að kaupa mér bækur undanfarið sem tengjast náminu og er að taka eftir því að þær virðast verða dýrari og dýrari eftir því sem lengra gengur í náminu. Hér er partur af innkaupalistanum mínum undanfarnar vikur
The War Between Mentalism and Behaviorism: On the Accessibility of Mental Processes (eftir William Uttal) sem var bara til í hardcover, er heilar 216 bls og kostar á amazon.co.uk 45.50 pund plús sendingarkostnaður.

Psychomythics: Sources of Artifacts and Misconceptions in Scientific Psychology (líka eftir Uttal). Sú bók kostar ekki nema 42 pund plús sendingarkostnaður, er bara til í hardcover og er heilar 205 bls.

Fisch and Spehlmann's EEG Primer: Basic Principles of Digital and Analog EEG. Þarna erum við með value, 642 bls af paperback á 55 pund plús sendingarkostnaður.

The New Phrenology: The Limits of Localizing Cognitive Processes in the Brain. Einungis 16 pund plús sendingarkostnaður og meira að segja 276 bls í paperback.

Þetta gera 158 pund plús sendingarkostnaður. Frrrábært. Hér eru heldur ekki taldar bækur sem ég keypti á fyrstu mánuðunum hérna en það er örugglega nær 300 pundum þar.
Langar samt að monta mig af því að ég borga enga skatta eða gjöld hér. Naní naní púpú!!

En eftir því sem maður fer lengra í náminu kosta bækurnar meira og minni líkur eru á því að bókasöfn hafi þær í hillu. Jafnvel þó að bókasöfnin hafi þær er betra að eiga þær sjálfur til að nota sem uppflettirit og tilvísanir. Það fylgir líka að eftir því sem bækurnar verða sérhæfðari verða þær líka dýrari af því að markaðurinn er minni fyrir þær og það þýðir meiri peningaútlát fyrir fólk eins og okkur. Rosalega er ég feginn að LÍN setur heilar 14000 kr í bókakaupalán á önn! Veit ekki af hverju ég er að deila þessum upplýsingum með ykkur, fannst þetta bara áhugavert... djöfull er ég sad!

Jæja gott fólk, er ykkur ekki farið að hlakka til að fara í rannsóknarnám :D

3 ummæli:

Lilja sagði...

*evil laugh* Já, það er auðvitað bara snilld að fá heilan 14000 kall í bókakaup. En líttu á björtu hliðarnar, þú þarft þá ekki að borga fyrir þær aftur seinna meir.

Nafnlaus sagði...

Ferlega virðast þetta vera áhugaverðar bækur samt.....

Jón Grétar sagði...

Jább, þær eru skemmtilegar líka. Kallinn hann Uttal kann að skrifa aðgengilegan og skemmtilega hæðinn texta. Sem er alltaf plús.