fimmtudagur, nóvember 09, 2006

Enn um þýðingar

Sælt veri fólkið. Aftur vantar mig þýðingaruppástungur. Skinner gerir greinarmun á mentalistum og cognitivistum í grein sinni "Why I am not a Cognitive Psychologist" (ekki alveg víst af hverju hann gerir þennan greinarmun) en mig minnir að bæði þessi hugtök, mentalist og cognitivist séu þýdd sem hugfræðingur. Er þetta misminni hjá mér? Ef svo er hafið þið hugmyndir að nýrri þýðingu á öðru hvoru hugtakinu?

7 ummæli:

Heiða María sagði...

Mentalism er þýtt sem hugferlastefna m.v. Orðabankann: http://herdubreid.rhi.hi.is:1026/wordbank/search

Jón Grétar sagði...

Takk fyrir það... hugferlastefna. Aldrei heyrt það áður! :p Finnst það reyndar eiga betur við cognitivisma en mentalisma

Lilja sagði...

Var ekki huggervisstefna yfir mentalisma? Eða er það misminni hjá mér?

baldur sagði...

Mentalism var líka þýdd sem sálarhyggja í forsendunum og hefur ekkert með rannóknir á hugarferlum að gera heldur einfaldlega það að vilja skýra hegðun með common sense orðaforða. Beliefs/desire. Eða misminnir mig?

Lilja sagði...

Hahahaha, já eða það. Misminni er ein tegund minnis sem er búið að staðsetja í vitleysuhluta heilans og hefur áhrif á blaðurhegðun þátttakenda.... Eða eitthvað.

Heiða María sagði...

Hehe.

Jón Grétar sagði...

Takk Baldur, enn og aftur eru skýringar þínar skýrar og skorinortar. Hafði steingleymt að sálarhyggj/hugarhyggju skiptingunni. Greinilegt að vistin í enskumælandi landi er að hafa áhrif á íslenskumódjúlinn í vinstra hnakkablaði (ofanverðu til hægri) og að LADddinn er á fullu yfir og allt um kring að ýta út íslenskum frösum fyrir þá ensku fer stundum full geyst.