mánudagur, október 03, 2005

Hvað í fjandanum er málið??????

Orðrétt af Animusíðunni:

Skráning til stuðnings kennurum fjarlægð

Jafnréttisfulltrúi stúdentaráðs skoraði á stjórn Animu að fjarlægja yfirlýsingu við stuðning á kennurum í sálfræðiskor og hætta skráningu vegna hennar. Stjórn Animu tók þá ákvörðun að fjarlægja yfirlýsinguna og skráninguna af síðunni.

Stjórn Animu


Jafnréttisfulltrúi er nota bene Kristín Tómasdóttir sem er með Sigursteini Mássyni í Röskvu. Röskva er klárlega ekki hlutlaus í þessu máli, sjá hér: Er Háskólinn gróðrarstía geðraskana?

--------------

Viðbót, Kristín Tómasdóttir skrifaði:
Þessi aðgerð er ekki á nokkurn hátt ætluð til þess að vega að jafnrétti Heiðu Maríu eða annarra. Jafnréttisfulltrúa bárust ábendingar frá nemendum í sálfræðiskor sem fannst umræðan vera andsnúin þeirra skoðunum. Þeim fannst jafnframt erfitt að skrifa aðra yfirlýsingu og starta þannig kappræðum um viðkvæmt málefni sem myndi ekki enda í neinni niðurstöðu. Það er ekkert nema jákvætt að fólk taki þátt í málefnalegri umræðu og segi sína skoðun, en á Animu síðunni sem á að vera nemendafélag sálfræðinemanna ALLRA fannst mér þessi undirskrifasöfnun ekki eiga heima. Það er heila málið. Á listann gat hver sem er undirritað og ekki víst að hann endurspeglaði nemendur í sálfræðiskor. Ég vill líka taka það fram að það var stjórn Animu sem tók þess ákvörðun í kjölfar ábendinga.
Umræður á kappræðustiginu um þetta mál eiga litlu eftir að skila okkur. Ef einhverjum finnst ástæða til gagnrýni á einstaka þætti í skólastarfinu, má ekki líta á það sem yfirlýsingu um að námið í heild sinni sé slæmt og mæta umræðunni í varnarstellingum.

8 ummæli:

Andri Fannar sagði...

Þetta er heldur tæp röksemdarfærsla. Ég held að enginn listi geti lýst skoðun allra sálfræðinema, hvað þá endurspeglað hana

Andri Fannar sagði...

Ef stjórn ANIMU hefði sent yfirlýsingu frá öllum sálfræðinum hefði jafnréttisfulltrúi getað mótmælt.
Þetta komment kom á Animu síðunni, maður verður að vera sammála þessu, er það ekki?

Honum eða öðrum kemur EKKERT við að fólk velji sjálft að skrifa undir stuðningsyfirlýsingu eins var hér á síðunni í gær. Hvað heldur fólk eiginlega að það sé???
ÉG KREFST ÞESS AÐ LISTINN VERÐI BIRTUR AFTUR.
Helga F

Helga - 04.10.05

Ýmir sagði...

Er þetta sami jafnréttisfulltrúi og vildi draga úr stærðfræðikennslu í verkfræðiskor (og bæta inn fluffi í staðinn) til að gera verkfræðinám aðlaðandi fyrir stelpur?

Andri Fannar sagði...

Nei, þetta er reyndar nýr jafnréttisfulltrúi held ég. En spá í karlrembu að telja konur ekki hafa getu eða vilja til að vera í stærðfræði!!! Á kannski að hætta ða kenna línulega algebru því að pómó feministum finnst allt línulegt karlrembulegt? Tja eða hætta að kenna forritun í tölvunarfræði því að konum finnst hún ekki skemmtileg samkvæmt e-m fulltrúa?

Vaka sagði...

Þetta eru fáránleg rök -ef rök má kalla. Það var skýrt tekið fram að yfirlýsingin átti ekki að spegla skoðanir annarra en þeirra sem á honum voru.
Animu síðan er einmitt fyrir ALLA nemendur og því ættu ALLIR að hafa rétt á að birta skoðun sína þar hvort sem hún speglar skoðanir ALLRA eða ekki. Gæti ég sem sagt krafist þess að allt sem ég er ekki endilega sammála væri tekið út af því að þá ENDURspeglaði það ekki skoðanir ALLRA nemenda?!
Ofan á það var engin að tala um neinar kappræður!!! og hvað er ómálefnalegt við undirskrifalista?

Andri Fannar sagði...

oh vaka, þú vissir alveg hvað hún kristín vildi meina - þeir endurspegla ekki innri skynjanir allra þeirra sem skrifa ekki undir þá!!! Til dæmis lýsti ekki undirskriftalistinn um að flugvöllurinn færi skoðun þeirra sem vildu að hann væri og því augljóslega meingallaður.
Dísus hvað þú ert fattlaus e-ð! Þarf ég að setja þetta á glæru og á netið?

Heiða María sagði...

Hey, hvað varð um póstinn þinn hér fyrir ofan Andri?

andri sagði...

æi, ég held að við ættum bara að láta þetta eiga sig - ég held við gerum ekkert gagn með þessu. Það er stutt í það að maður verði harðorður en það er bara ein hlið sem má það. Sumir eru ákveðnir að blása þetta mál upp, sama hvaða rök eru fyrir því að mikill meirihluti nemenda er ánægður með sálfræðiskor. Þetta er orðin einskonar múgsefjun þar sem það ríkir "neyðarástand" í sálfræðiskor, vegna e-a kvartanna, en það er ekkert tillit tekið til þess að skv kennslukönnunum er mikill meirihluti nemenda ánægðir með kennsluna og rúmlega 50 manns skrifuðu undir yfirlýsingu (sem fékk þó bara að vera mjög stutt) þar sem þeir þökkuðu fyrir námið. Við sem erum ánægð eigum ekki rétt á að tjá það. Málið er að það skiptir ekki máli að það eru boðleiðir fyrir þá sem þykir brotið á sér, að þeir geti lagt mat sitt á námið, eða að 50 manns hringi og lýsi yfir ánægju sinni. "Neyðarástandið" sem ríkir er svo mikið að þeir skorafulltrúar og nemendaráðgjafar sem ég hef rætt við hafa ekki heyrt um það. Það skiptir heldur ekki máli, þeir eru ekki spurðir. Sjáið ekki, að sumir eru búnir að ákveða sig og það skiptir nákvæmlega engu máli hvað við segjum eða gerum á opinberum vettvangi. Best er að rottast hér og taka ekki þátt í þessu.