fimmtudagur, október 13, 2005

Jafnréttisfulltrúi fór út fyrir svið sitt

Af heimasíðu Röskvu:

Þegar lög Stúdentaráðs eru skoðuð nánar kemur ákveðið misræmi í ljós. Það misræmi ber þó keim af orðræðu fyrri tíma um jafnréttismál. Starf jafnréttisfulltrúa er nefnilega einskorðað við jafnrétti kynjanna eða eins og segir orðrétt "[h]lutverk hans skal vera að fylgjast með stöðu og framgangi í jafnréttismálum kynjanna innan Stúdentaráðs og Háskólans."


Viðbót: Þetta er alveg rétt hjá Baldri, ég er sammála því að störf jafnréttisfulltrúa eigi að vera víkkuð út. Ég er bara ekki sammála hvernig hann skipti sér af því hvað færi inn á Animusíðuna og hvað ekki, það kom jafnrétti ekkert við.

3 ummæli:

baldur sagði...

Ég er nú samt ekki á því að ástæða sé til að nota þrönga skilgreiningu gamalla laga á jafnrétti gegn henni. Það er alveg rétt að jafnréttisfulltrúi á að starfa á víðari grundvelli en bara að jafnrétti kynjanna. Breytum þá lagabókstafnum og gleymum því smáatriði.

Munum frekar að það gagnrýniverða í þessu var að vega að jafnrétti til tjáningar án þess að sú tjáning væri neinum hættuleg. Þetta minnir óneitanlega á þegar Sif Friðleifs sem umhverfisráðherra studdi virkjunar framkvæmdir á hálendinu. Hlutverkinu algjörlega snúið á haus. Það væri brandari ef það væri ekki svona sorglegt. Og það á einnig við í þessu tilfelli.

Heiða María sagði...

Jájá, þetta er alveg rétt Baldur, ég er sammála því að störf jafnréttisfulltrúa eigi að vera víkkuð út.

Nafnlaus sagði...

erum við þá að tala um að jafnrétti til náms sé byggt á kynjamisrétti??? hmmm mér finnst mjöööög eðlilegt að hún leggji undir sig öll svið jafnréttis, en vissulega skal passa hvaða mál séu í raun jafnréttismál. En það er örugglega nóg að verðugum málefnum innan veggja Háskólans svo óþarfi er að eyða tíma í að fetta fingur útí lista á animusíðunni.