miðvikudagur, október 12, 2005

Fanney Dóra gagnrýnir skrif okkar

Þessi stelpa er í stjórn Röskvu og að ég held líka í nýstofnaðri Maníu. Sjá blogg hér.

7 ummæli:

Andri Fannar sagði...

Mér finnst svona umfjöllun mjög skrítin. Við megum ekki svara fullyrðingum (sem má túlka á marga vegu, t.d má túlka "fjandsemi kennara í sálfræðiskor" sem manngæska, eða epli, eða lógariþmi af 10) og það er "rangt" að verja kennara sína - því allt sem sigursteinn sagði er rétt og hún var sammála honum - og vegna þess að kennarar eru ekki fólk? og það er rangt að háskólanemar hafi gott samband við kennara sína? - annar eins voði hefur ekki þekkst í háskólasögu veraldar. Og hvernig veit þetta fólk að hinn eða þessi hafi ekki verið þarna þegar "margir sem voru á fundinum" tóku undir - voru þeir þrír? Fjórir? Hversu margir þannig að þetta fólk veit hverjur voru þarna? Þetta sem ég skrifaði endurspeglar bara mína skoðun, en ekki skoðun álfsins eða alríkislögreglunar. En þeir sem eru ósammála þessu ættu að hætta því, því það er rangt að vera ósammála mér.

Vaka sagði...

Andri! Reyndu nú að vera málefnalegur og ekki blanda Álfinum í þetta, hann hefur ekkert gert af sér þessa vikuna!

Andri Fannar sagði...

þið verðið að taka eftir snilldarrökunum hjá mér - þið eruð svo ómálefnaleg:

1) Þetta endurspeglar bara mína skoðun
2) Þú hefur aðra skoðun

ergo:
Þú hefur rangt fyrir þér.

Nú þegar þið hafið náð tökum á þessu hljótið þið að sjá að:
1) Ég var á fyrirlestrinum
2) Mér fannst allt sem var sagt þar æðislegt.

ergo:
Allt sem var sagt þar er rétt.

baldur sagði...

Hún beinlínis sagði þetta (not in so many words).

Það fer í taugarnar á henni að fólk geti ekki varpað sprengjum án þess að fólk segi frá skoðunum sínum á því.

Andri Fannar sagði...

Mér finnst hrokafullt hjá þér að segja að hún væri pirruð á því að fólk hafi aðra skoðun. Hún sagði að það mætti hafa aðra skoðun, en fyrst þú varst ekki á fyrirlestrinum, þar sem ekkert var í raun sagt, einungis túlkað, en samt var einhvernveginn allt rétt, þá máttu ekki verja kennarana, því að þetta er gamalt vandamál, sem hefur farið framhjá öllum nema fólki sem er ekki í sálfræði. Mér finnst þú ráðast á fólk. Ég er bara að endurspegla mína skoðun, en ekki skoðun eimskipafélag íslands, ég er bara að tala sem Andri, en ekki Engelbert Humperdink frá Dusseldorf.

Heiða María sagði...

Humm, nú er hún hreinlega búin að taka þetta út af síðunni sinni. Veit ekki hvaða merkingu ég á að leggja í það.

Andri Fannar sagði...

Vegna þess að hún fann lykt. Og það var ekki af álfinum