þriðjudagur, október 18, 2005

Playstation: nýtt vinnuæki

Playstation leikjatölva er kannski ekki það fyrsta sem manni dettur í hug þegar maður talar um vinnutæki sálfræðinga.. en það gæti svosem orðið framtíðin. Á næsta ári kemur ný kynslóð leikjatölva í playstation röðinni, Playstation 3 sem er mun hraðvirkari og betri tölva og í raun mun meira en bara leikjatölva, því hana er hægt að tengja við internetið og margt fleira sem ég ætla ekki mikið að fara út í, enda er þetta ekki einhver GameTV síða..
Það sem er athyglisvert með nýju tölvuna er EyeToy. En EyeToy er í raun bara stafræn myndavél sem færir samstundis myndefnið inn í tölvuna, svipað og Webcam, en eins og venjulega þá þróast tækni yfirleitt hraðast þegar hún nýtist í leikjum eða einhverju tómstundargamani (eins og klámi og internetið hehe). Hraðinn og geta nýju tölvunar verður það mikil að þú getur veifað út höndunum og stjórnað því sem er að gerast í tölvuleik eða á skjánum bara, allt á rauntíma svona eins og meðalmaður (ekkert skítkast varðandi skilgreiningu Andri!!)

Ok þá að pointinu! Þessa tækni má nota að sjálfsögðu í einhverju öðru en leikjum, núna nýlega hefur komið "leikur" í Playstation sem virkar þannig að þú getur látið tölvuna vakta herbergi og þegar einhver hreyfing kemur inn á svið myndavélarinnar lætur tölvan vita.. mjög einfalt og alls ekkert nýtt í öryggismiðstöðvarheiminum.. En það væri hægt að forrita EyeToy þannig að það nýtist í hagnýtri atferlisgreiningu, t.d að silgreina hvaða hreyfingu eða hegðun á að taka eftir og merkja við, þetta myndi að sjálfsögðu einskorðast við hreyfingu eins og er, en í framtíðnni væri ekkert vitlaust að athuga hvort það væri hægt að þróa þetta lengra.
Forrita tövuna að "taka eftir" svipbrigðum og hljómburði raddar o.s.frv.

Heiða held að ég sé bara kominn með mastersverkefni handa þér þegar þú kemur út í MIT.. ég fæ svo bara 10% af öllum gróða þegar þetta fer á markað.. díll?
Boggi reddar málunum

4 ummæli:

Heiða María sagði...

Mér finnst þetta mjög áhugavert :) Ooh, rassgat í bala, af hverju fór ég ekki bara í tölvunarfræði. Held að ég drífi mig á endanum þangað...

Nafnlaus sagði...

Já. Heiða, spurning hvort þú hefðir áhuga á þessu ef þú hefðir farið beint í tölvunarfræði? Nú drífurðu þig bara í tölv.fr. og verður frumkvöðull í samþættingu gervigreindar og atferlisfræði. Þetta væri t.d. svaka hagnýtt í frammistöðustjórnun. Gætir mælt hegðun starfsmanna constantly og haft endurgjöf, veitingu styrkja o.s.frv. algjörlega einstaklingsbundna. Þetta yrði/verður svaka flott. Go heiða ;) hehe

Kv. Binni

Andri Fannar sagði...

er hægt að spila championship manager á henniÐ

Sigga sagði...

Já Andri það mundi nottla bjargar ferli þínum í frammist.stj. ef þú gætir fengið svona tæki með champi...hmmmm....gætir kannski fengið apa líka sem lemur þig í hausinn alltaf þegar þú champar... afhverju fattaðir það aldrei í prófunum í HÍ??? híhíhí :)