Í læknisfræði er notað svokallað blokkakerfi, ég verð að byrja á því að lýsa samt yfir fáfræði minni á hvernig kerfið virkar en ég ætla koma með pælingar mínar um það sem ég veit...
Ég hef heyrt að þetta virki þannig að eitt fag er kennt í ákveðin tíma, segjum í einn og hálfan mánuð og síðan er tekið próf úr því námskeiði og þar með er því lokið, ekkert jólapróf.. og menn snúa sér að næsta námskeiði.
Ég spyr þá, er ekki sniðugt að athuga hvort þetta kerfi eigi ekki vel við sálfræðina.Það hefur verið talað um að þetta kerfi ætti að virka vel í skorum þar sem mörg stór námskeið séu eins og t.d í læknisfræði, lögfræði og sálfræði.. Það væri mjög þægilegt að klára eitt námskeið og fara svo yfir í næsta í staðinn fyrir að vera hringlast úr einu í annað og lenda svo í því (eins og svo oft gerist) að fá jólapróf 9 des og svo næsta 10 des bæði klukkan 9-12!
Þetta myndi breyta náminu mikið ég viðurkenni það, og ég er reyndar sjálfur efins um hvernig til dæmis hægt væri að setja Söguna eða Perran inn í þetta kerfi.. En það er samt þess virði að skoða að minnsta kosti..
4 ummæli:
Já, þetta væri óneitanlega þægilegra fyrir nemendur. En eins og þú veist virkar dreift nám best ef eitthvað á að haldast eftir í minninu, svo ef maður vill muna eitthvað eftir að námi lýkur er þetta e.t.v. ekki besta úrræðið.
Það væri óskandi að þetta væri nú líka í boði í verkfræðinni. Það eru engin samskipti þar á milli kennara varðandi verkefnavinnu. Það væri draumur að fá að stúdera eitt fag og vinna verkefni í því í friði fyrir öðrum fögum.
Annars virðist HR hafa fundið mjög góða millileið. 4 fög á önn og svo 3 vikna verkefnistörn.
Er þetta ekki bara spurning um valfrelsi sem er ekki hægt að ná hér á klakanum?
Hvernig er þessi verkefnatörn? Er fólk þá ekki í neinum fyrirlestrum? Og hvenær er hún? Mér finnst það dálítið skrýtið fyrirkomulag, en OK, kannski virkar það bara vel.
Þá er búið að taka próf úr hinum 4 áföngunum áður en að törnin hefst.
Síðan gengur verkefnið út á að reyna að flétta saman því sem verið var að nema í fögunum 4 í eitt heildstætt verkefni.
Skrifa ummæli