fimmtudagur, febrúar 17, 2005

Fellur sálfræði í gildru vísindahyggju?

Ég vitna í bókina "Fashonable nonsense" eftir Sokal og Bricmont: "[Scientism is] the illusion that simplistic but supposedly "objective" or "scientific" methods will allow us to solve very complex problems (other definitions are certainly possible). The difficulty that constantly arises when one succumbs to such illusions is that important parts of reality are forgotten simply because they fail to fit within the framework that was posed a priori."

3 ummæli:

Orri sagði...

Spurningin hvort sálfræði í heild falli undir vísindahyggju í þessum skilningi er ósvaranlegt helvíti. Ýmsar undirgreinar sálfræðinnar (sem verða hér ónefndar, hmhm) gera það þó tvímælalaust......
En aðrar að sama skapi ekki. Er réttlætanlegt að gera engan greinarmun á sálfræði og sálfræði? Tjah, maður spyr sig.

Nafnlaus sagði...

Sokal talar hér af örlítilli vanþekkingu (og þá sérstaklega um behaviorisma enda skil ég ekki ást þeirra á pinker og chomsky) - í þessari annars frábæru bók.

Að skýra flókin fyrirbæri - eins og til dæmis gen - með tilvísun í einfaldari ferli - t.d lífefnafræði - hlýtur að vera markmið náttúruvísinda.

Að skýra mannlega hegðun, með tilvísun í einföld grunnlögmál, er ekki meiri vísindahyggja frekar en dæmið sem ég nefndi hér að ofan.

En menn verða að vita hvenær á að hætta - t.d er ekki hægt að skýra (og ég er ekki viss um hvort það sé áhugavert) - upplifun fólks á Mozart eða Shakespeare eða afhverju þessir menn voru snillingar með þessum skýringum.

En skýringar á fólki sem lífverur - sem eru efnisleg fyrirbæri og lúta þeim lögmálum (þótt þau geti verið probabilistic en ekki deterministic) ber á engan hátt vott um vísindahyggju - heldur er það verðugt markmið sem hefur leitt ýmislegt í ljós um mannlegt atferli - og verið gríðarlega hagnýtt (eins og hegðunarmótun, lyf, hönnun véla og svo framvegis)

Svo ég sé alveg skýr - grunnlögmál eða ferli, þar sem breytur eru einangraðar, geta skýrt mannlegt atferli og það er ekkert að því - en ég held að náttúruvísindaleg skýring á gleði og sorg fólks sé hvorki æskileg né skynsöm (og það er vísindahyggja) - við látum rithöfunda, listamenn og aðra sjá um það.

andri

Nafnlaus sagði...

Með náttúruvísindalegri skýringu á gleði og sorgum fólks átti ég við dramatískar sögur um ævi fólks - náttúruvísindalegar skýringar eru vissulega til á einhverju sem líkist gleði og sorg.