þriðjudagur, febrúar 01, 2005

Áhugavert

Hér er tengill sem mér var bent á að skoða í sambandi við Ba verkefnið mitt. Þetta fannst mér ástæða til að læra að blogga :) Vona að þetta virki hjá mér hehe

4 ummæli:

Heiða María sagði...

Maður hugsar náttúrulega strax: Hvaða áreiðanleika hefur þetta? Hvaða réttmæti hefur þetta? Er þetta þýtt, staðfært og staðlað? Hmmmmmm...

Sigga sagði...

Ég veit en mann verkjar pínulítið bara við þessi orð þó að auðvitað sé séns að þessi próf hitti á að spá akkúrat fyrir um réttmæti við e-ð Gallup starf. Veit samt ekki...

Kjallararottur sagði...

Hið góða við persónuleikapróf er að þau veita 4 - 6% forspá um frammistöðu í starfi - sem er mjög gott. Svo er hugtakið persónuleiki svo margslungið og skemmtilegt, það hefur enginn hugmynd um hvað það er, þrátt fyrir 100 ár af þáttagreiningu. Það sem er enn magnaðra við persónuleikapróf að þau eru dýr í fyrirlögn og umsækjundum þykir þau skorta sýndarréttmæti.

En við skulum ekki gera lítið úr þessum merkum fræðum, enda hafa menn komist að fólk sem segist vera feimið er innhverft og að þeir sem segjast líða vel í návist annara eru víst úthverfir (en merku rannsóknir Dr. Snyders á sjálfsstjóra hafa varpað efasemdum á þessa túlkun, það ku að vera að þeir sem kunna að haga sér í návist annara séu góðir sjálfsstjórar en ekki bara úthverfir). Þetta minnir á merka niðurstöðu, er lesa má um í bók eftir Moliére, að ópíum sé svæfandi vegna þess að það hefur svæfingarmátt.

Ég tek af ofan fyrir þeim sem nota persónuleikapróf á vinnustöðum, enda nota- og skýringagildi þeirra ótvírætt.

Andri rotta.

Kjallararottur sagði...
Stjórnandi bloggs hefur fjarlægt þessi ummæli.